Hugleiðingar veðurfræðings
Áfram verður rólegheita veður á landinu en þó mun víða verða skýjaðra en var síðdegis í gær. Einna bjartast mun verða á Suður- og Suðausturlandi og gæti hitinn komist í um 15 stig á þeim slóðum en 6 til 12 stig annars staðar. Í vikunni er að sjá að hitatölur verði heldur á niðurleið og úrkoma verði af og til, þótt ekki verði um neitt hret að ræða.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað, en bjart með köflum á Suður- og Suðausturlandi. Hiti 6 til 14 stig yfir daginn, hlýjast sunnantil. Hæg breytileg átt á morgun, skýjað og sums staðar dálítil súld. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 3-5 m/s og yfirleitt skýjað, hiti 5 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestan 3-8 m/s, skýjað og víða dálítil súld eða rigning öðru hverju. Hiti 2 til 9 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar lítilsháttar væta. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Vestlæg átt og lítilsháttar rigning norðantil, en bjartviðri suðaustanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Á laugardag:
Suðvestanátt, úrkomulítið og milt veður.