• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 15. júní 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Áslaug nýr rektor Háskólans á Akureyri

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Akureyri (HA) frá og með 1. júlí næstkomandi. Skipan Áslaugar er samkvæmt ákvörðun háskólaráðs HA frá 2. apríl síðastliðnum um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Hún tekur við starfinu af Eyjólfi Guðmundssyni sem gegnt hefur stöðu rektors frá 1. júlí 2014. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samþykkti tillöguna og tekur Áslaug við rektorsstöðunni 1. júlí næstkomandi. Alls bárust fimm umsóknir um embættið en skipað er til fimm ára. Aðstoðarrektor undanfarin fimm ár Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir starfar í dag sem prófessor við Bates Collage, Lewiston, Maine í Bandaríkjunum og hefur starfað þar síðan árið 2001. Áslaug hefur gegnt þar ýmsum stjórnunarstörfum, s.s. starfi aðstoðarrektors og starfi deildarforseta. Áslaug er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Washington University in St. Louis í Bandaríkjunum. Auk þess að hafa unnið við kennslu og rannsóknir hefur Áslaug víðtæka stjórnunarreynslu. Hún hefur í gegnum störf sín hjá Bates College m.a. komið að stjórnun rannsóknasjóðs, endurskoðun á nefndakerfi, yfirumsjón með námsmati, endurskipulagningu deildar og fleiri verkefnum bæði sem stjórnandi og prófessor. Áslaug hefur einnig starfað sem gestaprófessor við Háskólasetur Vestfjarða og sem Fulbright fræðimaður hjá Háskóla Íslands. Áslaug er þakklát trausti háskólaráðs til síns, og hún hlakkar til að hefja störf við Háskólann á Akureyri, og setjast að á Akureyri. „Háskólinn á Akureyri er góður skóli, sem hefur ákveðna sérstöðu í Íslensku háskólasamfélagi, og verður gaman að byggja á þeim grunni til framtíðar,“ segir Áslaug Ásgeirsdóttir.

Áslaug nýr rektor Háskólans á Akureyri

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
24. apríl 2024
in Fréttir, Innlent
A A
0

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Akureyri (HA) frá og með 1. júlí næstkomandi. Skipan Áslaugar er samkvæmt ákvörðun háskólaráðs HA frá 2. apríl síðastliðnum um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Hún tekur við starfinu af Eyjólfi Guðmundssyni sem gegnt hefur stöðu rektors frá 1. júlí 2014.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samþykkti tillöguna og tekur Áslaug við rektorsstöðunni 1. júlí næstkomandi. Alls bárust fimm umsóknir um embættið en skipað er til fimm ára.

Aðstoðarrektor undanfarin fimm ár

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir starfar í dag sem prófessor við Bates Collage, Lewiston, Maine í Bandaríkjunum og hefur starfað þar síðan árið 2001. Áslaug hefur gegnt þar ýmsum stjórnunarstörfum, s.s. starfi aðstoðarrektors og starfi deildarforseta. Áslaug er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Washington University in St. Louis í Bandaríkjunum.

Auk þess að hafa unnið við kennslu og rannsóknir hefur Áslaug víðtæka stjórnunarreynslu. Hún hefur í gegnum störf sín hjá Bates College m.a. komið að stjórnun rannsóknasjóðs, endurskoðun á nefndakerfi, yfirumsjón með námsmati, endurskipulagningu deildar og fleiri verkefnum bæði sem stjórnandi og prófessor. Áslaug hefur einnig starfað sem gestaprófessor við Háskólasetur Vestfjarða og sem Fulbright fræðimaður hjá Háskóla Íslands.

Áslaug er þakklát trausti háskólaráðs til síns, og hún hlakkar til að hefja störf við Háskólann á Akureyri, og setjast að á Akureyri. „Háskólinn á Akureyri er góður skóli, sem hefur ákveðna sérstöðu í Íslensku háskólasamfélagi, og verður gaman að byggja á þeim grunni til framtíðar,“ segir Áslaug Ásgeirsdóttir.

 

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Tónlistarmiðstöð formlega stofnuð og ný stjórn kynnt

    Alvarleg líkamsárás – Lögreglumenn veittu árásarþola fyrstu hjálp

    12 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Lögreglan rannsakar alvarlegt atvik á hóteli – Einni hæð hót­els­ins lokað af sér­sveitinni

    12 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Kona í gæsluvarðhaldi og grunuð um morð á dóttur og eiginmanni

    10 deilingar
    Share 4 Tweet 3
  • Húsleit í miðborginni

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Þögn vegna ótta – Umræða sem íslendingar þora ekki að taka

    7 deilingar
    Share 3 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?