Ari Skúlason, hluthafi í Landsbankanum og formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna, tók til máls á aðalfundi Landsbankans síðasta föstudag og gagnrýndi stjórnendur bankans harðlega.
Ari sagðist samkvæmt frétt í Viðskiptablaðinu, telja þá hafa brotið skyldur sínar gagnvart Lífeyrissjóði bankamanna með alvarlegum hætti og sagði hann það vera skyldu sína sem stjórnarmaður lífeyrissjóðsins að upplýsa um þetta á fundinum.
Hann vakti athygli fundarmanna á því að á síðustu mánuðum hafi stjórnendur Landsbankans leyft flutning fleiri tuga starfsmanna sinna úr Lífeyrissjóði bankamanna yfir í Íslenska lífeyrissjóðinn, sem rekinn er af bankanum „algjörlega í trássi við samþykktir sjóðsins og víðtækar venjur á íslenskum vinnumarkaði.”
Gagnrýndi stjórnendur bankans harðlega á aðalfundi
Hagnaður Landsbankans 29 milljarðar og 14,4 milljarðar í arð til hluthafa
Umræða