Fram kemur á vef RÚV að tvö útköll bárust viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra á öðrum tímanum í dag. Annað vegna umferðarslyss í Eyjafjarðarsveit og hitt vegna vélsleðaslyss í Flateyjardal.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins í Flateyjardal, þar sem björgunarsveitarmenn frá Grenivík eru að störfum. Þá eru björgunarsveitarmenn frá Súlum á Akureyri einnig á leiðinni á slysstað.
Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðarbraut eystri. Í tilkynningu frá lögreglu segir að vegurinn sé lokaður milli Tjarnarlands og Miðbrautar vegna rannsóknar.
Umræða