Fylgi Vg mælist minna en Miðflokksins í nýrri könnun Maskínu. Fylgi Vg undir stjórn Katrínar Jakobsdóttu er aðeins 6,1% en flokkurinn fékk 12,6% í kosningunum 2021 og 16,9% árið 2017. Fylgið er því aðeins helmingurinn af því sem var í síðustu kosningum og aðeins þriðjungur af því sem var áður en Katrín Jakobsdóttir myndaði núverandi ríkisstjórn. Á sama tíma mælist fylgi Miðflokksins undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með 6,4%. þá munar aðeins 0.9 prósentum á fylgi Vg og Sósíalistaflokksins.
Ríkisstjórnin er kolfallin í þessari könnun og samanlagt hafa stjórnarflokkarnir tapað 16 þingmönnum eða 42%. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist aðeins 35%. Samfylkingin heldur áfram að sópa að sér fylgi og mælist nú með 27,3% og er miklu stærri en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist aðeins með 19,2%. Samanlagður þingmannafjöldi ríkisstjórnarflokkanna er aðeins 22 þingmenn og vantar tíu þingmenn til að ná meirihluta.
Discussion about this post