,,Það er byrjað að rukka inn á WC í Hörpunni. Kostar 250 kr“
Þannig hljómar fyrirsögn inni á Baklandi Ferðaþjónustunnar nú í morgun og líklega fyrsta verk málshefjana að byrja daginn á því að vekja athygli á þessum miklu tíðindum og líklega gert það, eftir að hafa lagst undir feld í gær og sofið á málinu. Drjúg eru morgunverkin!
Ekki stóð á því að liðsmenn Baklandsins hefðu sínar skoðanir á hinu svokallaða “WC máli“ Hörpunnar og tjáðu sig um málið eftir nokkra umhugsun. það sást vel á því hve seint menn byrjuðu að kommenta að liðsmennirnir þurftu að ígrunda málið vel áður en athugasemdir yrðu settar inn og jafnvel borið málið undir fjölskyldumeðlimi og/eða vini.
Því að fyrstu athugasemdir voru ekki að berast fyrr en um tveimur klukkustundum eftir að málshefjandi hafði birt færslu sína.
Að vonum spruttu fram ýmsar hugmyndir um málið og sköpuðust líflegar umræður um hið stóra mál og velti m.a. einn liðsmaðurinn upp þeirri spurningu um það hvort að hægt væri að fá keypt afsláttarkort?
En fékk það svar frá öðrum að hann hefði ekki hugmynd um það. En betur fór en á horfðist, því að annar liðsmaður var greinilega búinn að kynna sér málið mjög vel og benti á að hægt væri að fá afsláttarkort með því að senda tölvupóst á marketing@harpa.is .
Fólk er bæði með og á móti gjaldtökunni en eitt er víst að ekki veitir af að rétta við stöðu Hörpu og rekstur salerna er örugglega pottþéttur bísness, svona á pari við að reka útfararþjónustu. Það er jafnvel hægt að hækka launin duglega hjá sumum ef að aðsóknin verður góð og skilar myndarlegum rekstrarafgangi. Neyðin kennir naktri konu að spinna!
En það er best að skella inn skjáskotum af umræðunni þar sem að fjallað er um málið af mér fróðari mönnum sem vita jafnvel eins og kemur fram hér að neðan, heimsmarkaðsverð á WC markaði. –
Af vef Baklandsins :
,,Hvað skyldu margir pissa þarna á dag? En segjum 500 manns á dag, það gerir 125 þúsund kr í pisstekjur á dag fyrir Hörpu og 3.7 millj. á mánuði miðað við 250 kr gjald!! “
,,Sjálfsagt mál.þ.e. ef að öll aðstaða, þrif og þ.h. er alltaf í topp lagi. En um verðið má deilla. Finnst það full hátt. Fyrir 12 árum síðan greiddi ég 5 kr. norskar á aðalbrautarstöðini í Oslo fyrir samskonar þjónustu þ.e. að komast á WC.“
,,Best að fara að kaupa sér miða á salernið í Hörpu. Þetta verður örugglega mjög fín skemmtun ?“
,,Þetta var sent 19. Júní frá Hörpunni:
Í dag hófst gjaldtaka á salerni í Hörpu og stendur fram til 17. ágúst. Upphæðina höfum við lækkað úr 300 kr. niður í 250 kr. Mögulegt er að kaupa miða á salerni fyrirfram með því að senda pöntun á marketing@harpa.is.
Þetta er náttúrulega fáránlega hátt verð – allt í lagi að rukka smá – en þetta er full gróft… “
,,Hvað næst? Ætli þau fari að taka skrefgjald á gengin skref í húsinu?! “
,,Sammála því…verðið er full hátt. Ég skil ekki af hverju er ekki hægt að koma upp myntlásum, t.d. fyrir 100 kr. á WC þessara stæðstu og algengustu staða sem fólk sækir í til þess að komast á WC. Eins og ég áður nefndi greiddi ég 5 kr. norskar fyrir samskonar þjónustu á aðalbrautarstöðini í Oslo fyrir 12 árum síðan. 5 kr peningurin var settur í lásinn á hurðini til þes að hægt væri að opna.“
,,Sjálfsagt að láta það kosta eitthvað, er ekki borgað viða í útlandinu, því má það ekki líka hér , fá upp í kostnaðinn.“
,,Það er alveg sama hvað þjónusta kostar, alltaf koma þessar væluraddir ,,,of dýrt ,,,, takið ykkur taki“
,,Afhverju ekki bara 249kr til að fullkomna flækjustigið! Hundrað kall á klósettið, ekki krónu meira!“
,,Sama verð, óháð því hvað maður kúkar mikið?“
,,Er þetta sama ruglið og var síðast þegar það var maður staddur niðri á milli stiganna og rukkaði. Bara til að borga laun þess manns þarf 1000 manns til að koma á WC í hörpu. Er Harpa að reikna þetta rétt. eða er þessi aðili að gera þetta frítt ef þetta er sama fyrirkomulag og var síðast.“
,,Það er allt verið að gera til að flæma túrista burt! Og svo skilja þau ekki að sé fækkun á elendum ferðamönnum til landsins! “
,,Alveg sjálfsagt að rukka.“
,,Brýn almannaþjónusta á vegum hins opinbera á ekki að kosta neitt. Harpa er hvort eð er á framfæri almennings. Innheimtukostnaður við þetta étur upp tekjurnar. Hundraðkall í myntsjálfsala væri ásættanleg leið.“
,,Okkur í sveitum landsins finnst alveg nóg af ferðamönnu að troða niður okkar fallegustu náttúruperlur, hvað þramma margir um steinsteiptar götur Borgarinnar er annað mál,samt ekkert gaman að ganga um og heyra bara talað saman á erlendum tungum í íslenskri höfuðborg, svona er þetta líka úti á landi í verslunum, útlendingar að kaupa í matinn eru að spara því það er svo dýrt að fara á matsölustaði alla daga. Þeim má alveg fækka.“
,,Kostar um 75 kr. í London það er fínt verð.“