Vill fólk öryggisventil á Bessastaði eða rányrkju gegn þjóðinni?
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi, ætlar sér að verða forseti fólksins, forseti þjóðarinnar. Fólk hafi val um það á laugardaginn hvort það vilji virkja málskotsréttinn á ný eða hafa óbreytt ástand. Hann segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið öryggisventill fyrir þjóðina gangvart Alþingi og hann ætli að taka við því kefli.
Ætlar ekki að bjóða sig fram aftur ef hann verður ekki forseti
Þá segir Guðmundur Franklín að hann ætli að berjast fyrir fólkið í landinu og verja það gegn ólögum sem skerði lífsgæði fólksins í landinu og komandi kynslóða, og þar með gegn spillingunni sem sé mikil á Íslandi og stunduð sé rányrkja gegn þjóðinni. Hann segir ekki ætla að bjóða sig fram aftur ef hann verður ekki forseti á laugardag, fólk hafi val um að hafa öryggisventil þá, mann sem muni standa vörð um auðlindir þjóðarinnar, orkuna, fiskinn og fleira. Hægt er að hlusta á myndbandið hér:
https://www.facebook.com/gundifranklin/videos/269884417408082/