Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar var að gefa út hálendiskort nr. 5 sem gildir frá deginum í dag. Kortið má sjá hér: https://www.vegagerdin.is/media/umferd-og-faerd/Halendi.pdf
Helstu breytingar frá síðasta korti: Sprengisandsleið (F26) Akstursbann var tekið af kaflanum frá Vatnsfellsvirkjun og upp að Versölum. Sá kafli er nú skráður ófær. Landmannaleið/Dómadalsleið (F225) er orðin fær fyrir 4×4. Öskjuleið (F88) er orðin fær fyrir 4×4.
Austurleið (F910) er orðin fær fyrir 4×4 milli Dreka og Öskjuleiðar (F88). Unnið er að mokstri og heflun á Lakavegi (F206) og Lakagígavegi (F207). Einnig er unnið að mokstri á Fjallabaksleið nyrðri (F208) milli Eldgjár og Jökulgilskvíslar sem og á leiðinni inn að Langasjó (F235)
Umræða