„Það virðist vera í gangi tilraun til valdaráns í Rússlandi og þá vaknar sú spurning hvar tryggð lykilstofnana ríkisins muni liggja,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi í viðtali hjá mbl.is.
Með lykilstofnunum á Albert við öryggislögregluna, herinn og þjóðvarðarliðið en að hans sögn mun það eflaust skýrast fljótlega hvorum megin tryggð þeirra lendir.
„Ég get auðvitað ekki fullyrt mikið en mér finnst frekar líklegt samt að forsetinn og hans lið og þessar ríkisstofnanir sameinist gegn þessu. Ég held að Prigósjín hafi ekki burði í það að ræna völdum í Rússlandi en við þurfum auðvitað að bíða og sjá hvernig þetta þróast.“ Segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum. Erlendir miðlar hafa verið með beinar útsendingar vegna valdaránsins:
Umræða