Klukkan13:23 í dag varð skjálfti af stærð 4,4 í norðanverðri öskju Bárðarbungu og tæpum hálftíma síðar var skjálfti af stærð 4,9 á sömu slóðum. Fjöldi smærri eftirskjálfta hafa fylgt í kjölfar þeirra en engin merki eru um óróa.
Síðasti skjálfti af þessi stærð var í janúar 2020 og þar áður í janúar 2018. Skjálftar af stærð 4 og stærri eru ekki óalgengir í Bárðarbungu og alls hafa um 50 mælst frá því að eldgosi í Holuhrauni lauk í febrúar 2015.
Umræða