2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Maðurinn sem féll í Brúará er látinn

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Maðurinn sem féll í Brúará við Miðfoss og leitað var að, fannst látinn. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið voru kölluð til vegna slyssins um tvö leitið í dag. Maður hafði þá hafnað í ánni og borist niður eftir henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og fann manninn eftir skamma leit. Hann var þá látinn. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að viðbragðsaðilar séu enn að störfum á vettvangi. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins. Lögreglan segir ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.