Talsvert erill hefur verið hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt. Sjö manns gista fangaklefa eftir nóttina fyrir hinu ýmsu brot. Hér að neðan koma nokkur þeirra mála sem komu inn á borð lögreglu frá klukkan 17 til 05.
Lögreglustöð 1 – Miðbær, Vesturbær, Austurbær, Seltjarnarnes
Maður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 101.
Bílvelta varð í hverfi 108, einn farþegi ásamt ökumanni í bifreiðinni þegar óhappið varð og sluppu með minni háttar meiðsli.
Brotið inn í skólabyggingu í hverfi 104 og skemmdaverk unnin innandyra. Ekki vitað hverjir voru að verki en málið í rannsókn.
Manni sem var til vandræða á veitingastað í hverfi 101 vísað á brott.
Maður féll á torfæruhjóli í hverfi 101 og slasaðist lítilsháttar, maðurinn á von kæru fyrir hinu ýmsu brot enda áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa að verða ekki fyrir manninum á hjólinu áður en hann missti stjórn á því og féll í götuna.
Lögregla kom manni til bjargar eftir að hafa farið í sjóinn í hverfi 105, maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið til aðhlynningar.
Óvelkomnum aðila vísað á brott eftir að hafa komið sér fyrir í húsnæði í hverfi 101, engar kröfur á manninn og gekk hann sína leið
Maður sem var eftirlýstur handtekinn í hverfi 105, maðurinn reyndist vopnaður barefli þegar hann var handtekinn ásamt því að vera með fíkniefni meðferðis. Maðurinn vistaður í fangaklefa.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær
Ökumaður sem var sviptur ökuréttindum stöðvaður í hverfi 220, um ítrekuð brot mannsins að ræða.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
Afskipt höfð af nokkrum krökkum sem voru að leika sér á golfbíl í hverfi 109, rætt við krakkana og foreldra þar sem krökkunum var sagt að finna sér eitthvað annað að gera.
Ökumaður sem reyndist án ökuréttinda stöðvaður i hverfi 200, um ítrekuð brot mannsins að ræða.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Grafarholt og Mosfellsbær
Eldur kviknaði í fuglaskoðunarkofa í hverfi 110 og voru eldsupptök í einnota grilli, lögreglumenn náðu að slökkva eldiinn með handslökkvitækjum.
Maður handtekinn og vistaður í fangaklefa í hverfi 110 vegna líkamsárásar.
Maður handtekinn í hverfi 112 eftir líkamsárás, maðurinn í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku