Lögreglan á Vestfjörðum hefur vísað frá kæru stjórnenda Samherja á hendur starfsmönnum Seðlabankans sem grunaðir voru um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn til Helga Seljan, fréttamanns RÚV. Ríkissaksóknari hefur staðfest þá ákvörðun. RÚV greindi frá.
Samherji kærði fyrir tveimur árum fimm starfsmenn bankans vegna rannsóknar á meintum brotum félagsins á lögum um gjaldeyrismál. Kæran var lögð fram hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu en vegna tengsla þáverandi lögreglustjóra við Samherja tók lögreglustjórinn á Vestfjörðum við málinu.
Kæran varðaði húsleit hjá Samherja fyrir níu árum og snerist um hvort starfsmaður Seðlabankans hefði upplýst starfsmann RÚV um að til stæði að gera húsleit hjá Samherja. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum vísaði málunum frá þann 4. mars og nú hefur ríkissaksóknari staðfest þá ákvörðun.
Umræða