Verð á íbúðarhúsnæði hefur lækkað um rúmlega sex prósent á höfuðborgarsvæðinu síðustu tólf mánuði.
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem vakin er athygli á mikilli breytingu á húsnæðismarkaði.
Raunverð hefur lækkað á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni og hefur kaupsamningum fækkað verulega eða um rúmlega 31 prósent.
Umræða