Þann 6. september sl. auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar eitt embætti dómara við Hæstarétt Íslands og rann umsóknarfrestur út þann 23. september 2019. Skipað verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.
Umsækjendur um embættið eru:
1. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
2. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt
3. Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
4. Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt
5. Guðni Á. Haraldsson, lögmaður
6. Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt
7. Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Landsrétt
8. Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt