Hugleiðingar veðurfræðings
Nokkuð hefur snjóað til fjalla á norðanverðu landinu í nótt þó að úrkoman hafi verið slydda eða rigning víðast hvar á láglendi. Í dag verður norðan strekkingur og áframhaldandi éljagangur norðan heiða en yfirleitt léttskýjað sunnan- og vestanlands. Það mun draga úr ofankomu og vind er líður á daginn og í kvöld verður orðið bjart að mestu á öllu landinu. Hægum vindi og björtum nóttum fylgir hins vegar kólnun og líklegt er að frost mælist víða næstu nótt. Snjórinn mun þó ekki stoppa lengi við í þetta skipti því á morgun er vaxandi suðaustanátt er skil frá næstu lægð nálgast úr suðvestri. Með skilunum þykknar upp og hlýnar á ný. Suðlægar áttir ráða svo ríkjum fram í miðja næstu viku með vætu af og til.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan og norðan 5-13 m/s. Bjartviðri og hiti 1 til 6 stig. Lægir og kólnar í kvöld. Suðaustan 5-10 og léttskýjað í fyrramálið, en 8-13 m/s og þykknar upp seinnipartinn. Hiti 2 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu
Norðan 10-15 m/s en heldur hvassara í vindstrengjum suðaustantil. Él norðanlands, en yfirleitt léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Hiti 0 til 7 stig. Lægir í kvöld, léttir til og frystir víða um land í nótt. Breytileg átt, 5-10 m/s og að mestu bjartviðri, en skýjað með köflum norðaustanlands og stöku skúr á Suðausturlandi. Vaxandi suðaustanátt eftir hádegi, 10-18 á Suður- og Vesturlandi annað kvöld. Þykknar upp með sunnan- og vestantil seinnipartinn og fer að rigna vestast seint annað kvöld. Hiti í kringum frostmark í fyrramálið, en hlýnandi sunnan- og vestanlands úppúr hádegi.
Veðuryfirlit
400 km N af Færeyjum er 995 mb lægð sem þokast S. Yfir Írlandi er vaxandi 983 mb lægð á leið NA, en yfir Grænlandi er 1033 mb hæð. Við Nýfundnaland er víðáttumikil 977 mb lægð sem fer NA.
Samantekt gerð: 24.09.2020 07:37.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Hiti 2 til 7 stig, en kringum frostmark norðaustantil. Gengur í suðaustan 10-15 m/s og fer að rigna sunnan- og vestanlands um kvöldið.
Á laugardag:
Suðlæg átt, 10-18 m/s. Víða rigning, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á sunnudag:
Sunnanátt og rigning austantil á landinu, en hægari vindur og stöku skúrir á vesturhelmingi landsins. Hiti 4 til 11 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á mánudag:
Fremur hæg suðlæg átt og skúrir sunnan- og vestanlands, annars bjart með köflum og þurrt. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast syðst.
Á þriðjudag:
Stíf suðaustan- eða austanátt og rigning. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir austan- og norðaustanátt norðan- og austanlands með rigningu, en annars hægari og að mestu þurrt.
Spá gerð: 23.09.2020 20:38. Gildir til: 30.09.2020 12:00.