• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Laugardagur, 23. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs

Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland

ritstjorn by ritstjorn
24. september 2022
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Hugleiðingar veðurfræðings

Nú er öflug fyrirstöðuhæð suður í hafi, en í dag mun lægð fara yfir Grænland frá vestri til austurs.
Það er því vaxandi vindur hjá okkur í dag og undir kvöld verður víða suðvestan hvassviðri eða stormur. Hæðin beinir til okkar mjög hlýjum og rökum loftmassa. Það má því búast við þungbúnu veðri og súld eða rigningu. Á austanverðu landinu verður hærra undir skýin og þurrt að mestu, þar gæti hitinn farið yfir 20 stig í hnjúkaþey. Í nótt gera spár ráð fyrir að áðurnefnd lægð verði stödd fyrir norðan land og búin að dýpka mjög. Þá má búast við vestan stormi víða á landinu.

Á morgun fikrar lægðin sig síðan lengra til austurs og dregur þá kalt heimskautaloft yfir landið og það snögg kólnar. Á Norður- og Austurlandi má búast við rigningu nærri sjávarmáli, en slyddu eða snjókomu á heiðum og til fjalla. Sunnan og vestanlands verður hins vegar þurrt og bjart veður. Á austurhelmingi landsins má búast við mikilli veðurhæð á morgun, útlit er fyrir norðvestan storm eða rok með hættulegum vindhviðum og engu ferðaveðri.

Veður í september hefur fram að þessu hefur verið rólegt og því verður veðrið um helgina mikil viðbrigði og mikilvægt að láta það ekki koma sér á óvart. Íbúar á landinu eru hvattir til huga að sínu nærumhverfi og gera ráðstafanir. Til dæmis þarf að koma sumarhúsgögnum í skjól sem og öðrum hlutum sem geta fokið.

Það má því búast við miklum sviptingum í veðrinu um helgina, útlit er fyrir óveður í tveimur þáttum. Í dag eru það hlýindi og suðvestan hvassviðri eða stormur. Á morgun enn sterkari norðvestanátt og kólnar, þó ber að árétta að vestanvert landið virðist ætla að sleppa við óveður á morgun.

Veðuryfirlit
1400 km SSV af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 1035 mb hæð. Skammt V af Hvarfi er vaxandi 989 mb lægð sem fer NA og yfir vestur Grænlandi er 987 mb lægð sem fer A og dýpkar.

Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 10-18 m/s um hádegi og 15-23 undir kvöld, hvassast norðvestanlands. Súld eða rigning, en yfirleitt þurrt á austanverðu landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum. Víða vestan stormur á landinu í nótt. Snýst í norðvestan 20-28 m/s á morgun, en mun hægari vindur á vestanverðu landinu. Hættulegar vindhviður á Suðausturlandi og Austfjörðum. Rigning nærri sjávarmáli á Norður- og Austurlandi, en slydda eða snjókoma á heiðum og til fjalla. Bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti í byggð frá 2 stigum í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 10 stig syðst á landinu.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-13 m/s, en 15-20 í kvöld. Súld eða rigning, hiti 10 til 12 stig.
Vestan 18-23 í nótt og þurrt að kalla. Minnkandi norðvestanátt á morgun, 3-8 undir kvöld og léttir til. Hiti 5 til 8 stig yfir daginn.

 Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Breytileg átt 3-8 m/s á vesturhelmingi landsins, en norðvestan 13-20 austanlands fram eftir degi. Víða þurrt og bjart veður og hiti 2 til 8 stig, mildast vestast.

Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað og lítilsháttar væta um landið vestanvert og norðaustantil, annars þurrt að kalla. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á miðvikudag:
Hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Lítilsháttar væta sunnan- og austanlands, en þurrt annars staðar. Hiti 5 til 10 stig að deginum.

Á fimmtudag:
Suðaustanátt og rigning suðaustanlands, annars hægari og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Ákveðin austanátt og þurrt að kalla, en dálítil væta suðaustan- og austanlands. Áfram fremur milt.

Discussion about this post

  • Bubbi er ósáttur

    Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Greiða hálfa milljón fyrir herbergi á hjúkrunarheimili

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Reyndist ekki vera leiðindaskarfur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?