3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Hviður allt að 60 m/s – Almannavarnir vara við veðri

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Mjög vont veður framundan. Óvissu- og hættustig Almannavarna virkjað víða um land

„Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra í neðangreindum umdæmum lýsir yfir eftirfarandi almannavarnastigum vegna veðurspár á morgun sunnudaginn 24. september: Óvissustig á Norðurlandi vestra. Óvissustig á Norðurlandi eystra. Óvissustig á Austurlandi. Hættustig á Suðurlandi. Í skeyti veðurfræðings Vegagerðarinnar kemur fram að staðbundnar hviður geti náð 50-60 metrum á sekúndu. Fólk sem hugar að ferðalögum á þessum landshlutum er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám á www.vedur.is og upplýsingar um ástand á vegum á www.vegagerdin.is 

 Appelsínugul veðurviðvörun : Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland

Veðuryfirlit
1400 km S af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 1036 mb hæð. Við Ammasalik er 982 mb lægð sem fer A og dýpkar.
Samantekt gerð: 24.09.2022 14:58.

Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 10-18 m/s um hádegi og 15-23 undir kvöld, hvassast norðvestanlands. Súld eða rigning, en yfirleitt þurrt á austanverðu landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum. Víða vestan stormur á landinu í nótt.

Snýst í norðvestan 20-28 m/s á morgun, en mun hægari vindur á vestanverðu landinu. Hættulegar vindhviður á Suðausturlandi og Austfjörðum. Rigning nærri sjávarmáli á Norður- og Austurlandi, en slydda eða snjókoma á heiðum og til fjalla. Bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti í byggð frá 2 stigum í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 10 stig syðst á landinu.
Spá gerð: 24.09.2022 09:35. Gildir til: 26.09.2022 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-13 m/s, en 15-20 í kvöld. Súld eða rigning, hiti 10 til 12 stig.
Vestan 18-23 í nótt og þurrt að kalla. Minnkandi norðvestanátt á morgun, 3-8 undir kvöld og léttir til. Hiti 5 til 8 stig yfir daginn.
Spá gerð: 24.09.2022 09:35. Gildir til: 26.09.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Breytileg átt 3-8 m/s á vesturhelmingi landsins, en norðvestan 13-20 austanlands fram eftir degi. Víða þurrt og bjart veður og hiti 2 til 8 stig, mildast vestast.

Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað og lítilsháttar væta um landið vestanvert og norðaustantil, annars þurrt að kalla. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á miðvikudag:
Hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Lítilsháttar væta sunnan- og austanlands, en þurrt annars staðar. Hiti 5 til 10 stig að deginum.

Á fimmtudag:
Suðaustanátt og rigning suðaustanlands, annars hægari og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Ákveðin austanátt og þurrt að kalla, en dálítil væta suðaustan- og austanlands. Áfram fremur milt.
Spá gerð: 24.09.2022 08:15. Gildir til: 01.10.2022 12:00.