Klukkan 19:37 í gærkvöld, var tilkynnt um slagsmál milli tveggja manna á gatnamótum í Austurbænum (105). Ökumaður bifreiðar stöðvaði bifreið sína, þegar maður gengur í veg fyrir bifreiðina.
Ökumaðurinn fór út úr bifreiðinni til að ræða við manninn og ekki gekk það betur en svo að það samtal endaði með slagsmálum.
Þá mun ökumaðurinn hafa náð í prik í bifreiðina og ógnað manninum. Ökumaðurinn fékk sár á augabrún og var gert að því á Bráðadeild. Skýrslur voru teknar af mönnunum.
Umræða