Miklar líkur á foktjóni og grjótfoki og fólk er hvatt til þess að tryggja lausamuni
Gefin hefur verið út rauð viðvörun vegna vinds fyrir Austfirði. Viðvörunin tekur gildi kl. 12 á morgun, sunnudag. Spáð er norðvestan roki eða stormi, 25-33 m/s með vindhviðum yfir 45 m/s, hvassast sunnantil.
Miklar líkur á foktjóni og grjótfoki og fólk er hvatt til þess að tryggja lausamuni. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir. Í skeyti veðurfræðings Vegagerðarinnar kemur fram að staðbundnar hviður geti náð 50-60 metrum á sekúndu
Á morgun, sunnudag snýst í norðvestan storm eða rok á austurhelmingi landsins. Þá mun snögg kólna með slyddu eða snjókomu á heiðum og fjallvegum á Norður- og Austurlandi. Gefnar hafa verið út viðvaranir öll spásvæði landsins og við hvetjum fólk til að kynna sér þær og fylgjast vel með veðurspám.
Rauð viðvörun vegna veðurs: Austfirðir
https://gamli.frettatiminn.is/24/09/2022/hvidur-allt-ad-60-m-s-almannavarnir-vara-vid-vedrinu/