Alvarlegt umferðarslys varð á Skagavegi norðan Skagastrandar á þriðja tímanum í dag, þar sem bíll endaði utan vegar. Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi vestra. Vegurinn er lokaður þar sem viðbragðsaðilar eru enn að störfum. Slysið varð nærri ánni Fossá á Skaga.
Tvennt var í bílnum að sögn lögreglu, bæði eru alvarlega slösuð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn en var svo afturkölluð.
Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða