Nú er „Verkfall“ kvenna og kvára að raungerast. Það sem er athugunarvert varðandi þetta vekfall er krafa þeirra sem hvöttu til aðgerðanna að þátttakendur fái greidd laun þótt þeir mæti ekki á vinnustaðinn.
Þessi þróun getur leitt til þess að alls kyns þrystihópar efni til „verkfalla“ þar sem áhættan er engin fyrir þá sem ganga út af vinnustað. Og svo geta væntalega verkalýðsfélögin farið sömu leið eins og Efling gerði í seinasta verkfalli. Verði atvinnurekendur ekki við kröfum þeirra sem efna til verkfallsins þá fara þeir á svartan lista.
Þetta er ískyggileg þróun þar sem kúgunartækjum netsins er beitt til að fría þá sem efna til verkfallanna allri ábyrgð. Og það sem meira er, að þá hafa verkalýðsfélögin bæði belti og axlabönd. Hinir digru sjóðir sem sífellt tútna út með lögvörðum rétti félaganna til að krefjast framlags launamannanna verða í raun varðir af kúgunaraðgerðunum.
Samningsaðilar vinnumarkaðarins þora ekki öðru en samþykkja að laun verði borguð af atvinnurekendum í verkfalli. Forkólfar verkalýðsfélaganna og líka forystumenn þrýstihópanna brosa út í annað. Þeir eru með kverkatakið annars vegar að neita að skrifa undir samninga eins og Efling gerði og að netmiðlum verði beitt til að berja á hinum óhlýðnu atvinnurekendum.
Guðmundur Jónsson