Haraldur Þorleifsson, lætur gott af sér leiða um jólin og aðstoðar barnafjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. Haraldur seldi fyrirtæki sitt til Twitter í byrjun þessa árs fyrir háar fjárhæðir.
Haraldur er stjórnandi hjá Twitter og stofnandi fyrirtækisins Ueno. Í færslu á Twitter óskaði hann eftir að fjölskyldur sem búi við bág kjör hefðu samband við sig og sendu sér kennitölu og reikningsnúmer.
Jólin eru fallegur tími. En þau geta líka verið erfið fyrir mörg okkar.
Sérstaklega fyrir barnafólk með lítið á milli handanna. Við viljum öll gleðja börnin okkar á þessum tíma.
Ef þú ert í þessum hópi, sendu mér endilega DM hérna með kennitölu og reiknnr.
Gleðileg jól.
— Halli (@iamharaldur) December 23, 2021
Umræða