,, Á eldsneytismarkaði fékk bensínstöð Costco 82,3 stig af 100 mögulegum – Costco eldsneyti var einnig með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi.“
Í dag, 25. janúar voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 kynntar og er þetta tuttugasta árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.
Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 29 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.100 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Líkt og undanfarin fimm ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina.
Í ár var afhent viðurkenning á fimm mörkuðum. Á eldsneytismarkaði fékk bensínstöð Costco 82,3 stig af 100 mögulegum,
Nova fékk 75,8 á farsímamarkaði, Vínbúðir ÁTVR fengu 73,6 stig á smásölumarkaði, BYKO fékk 68,9 á byggingavörumarkaði og Icelandair fékk 75,4 á flugmarkaði.
Costco eldsneyti var einnig með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með þriðju lægstu einkunnina eða 65,9 stig. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Zenter rannsóknir um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni.
Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti voru ekki veittar viðurkenningar en hins vegar var fulltrúum þessara fyrirtækja færður blómvöndur í viðurkenningarskyni. Þeir markaðir þar sem ekki var marktækur munur á milli hæstu og næsthæstu einkunnar voru tryggingafélög, raforkusölur, matvörumarkaður og bankamarkaður. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér að neðan.
Bankar | 2018 | 2017 | 2016 | Farsímamarkaður | 2018 | 2017 | 2016 | ||
Íslandsbanki | 68,1 | 66,5* | 65,2* | Nova | 75,8* | 76,4* | 72,1* | ||
Landsbankinn | 65,2 | 63,2 | 61,3 | Síminn | 68,0 | 66,9 | 66,0 | ||
Arion banki | 64,1 | 63,1 | 59,0 | Vodafone | 64,5 | 69,7 | 65,4 | ||
Tryggingafélög | 2018 | 2017 | 2016 | Eldsneytisfélög | 2018 | 2017 | 2016 | ||
Sjóvá | 69,8 | 66,77 | 67,76 | Costco bensín | 82,3* | 86,5* | N/A | ||
TM | 67,4 | 66,76 | 68,57 | Atlantsolía | 69,5 | 68,8 | 74,0* | ||
Vörður | 64,6 | 66,25 | 69,64 | Orkan | 66,7 | 67,2 | 69,2 | ||
VÍS | 59,7 | 61,83 | 64,00 | ÓB | 64,4 | 67,0 | 69,7 | ||
Olís | 63,6 | 66,1 | 70,0 | ||||||
Raforkusölur | 2018 | 2017 | 2016 | N1 | 63,6 | 63,7 | 67,0 | ||
HS Orka | 65,6 | 68,0 | 61,4 | ||||||
Orkusalan | 61,8 | 63,8 | 59,0 | Smásöluverslun | 2018 | 2017 | 2016 | ||
Orka náttúrunnar | 61,5 | 64,4 | 65,5* | Vínbúðir ÁTVR | 73,6* | 74,1* | 71,8 | ||
BYKO | 68,9 | 68,9 | N/A | ||||||
Matvöruverslanir | 2018 | 2017 | 2016 | Krónan | 69,9 | 68,9 | N/A | ||
Krónan | 69,9 | 68,9 | N/A | Nettó | 67,9 | 68,8 | N/A | ||
Nettó | 67,9 | 68,8 | N/A | Bónus | 65,9 | 64,5 | N/A | ||
Bónus | 95,9 | 64,5 | N/A | Costco | 65,9 | 59,1 | N/A | ||
Pósturinn | 61,7 | N/A | N/A | ||||||
Byggingavöruverslanir | 2018 | 2017 | 2016 | Húsasmiðjan | 58,7 | 62,3 | N/A | ||
BYKO | 68,9* | 68,9* | N/A | ||||||
Húsasmiðjan | 58,7 | 62,3 | N/A | ||||||
Flugfélög | 2018 | 2017 | 2016 | ||||||
Icelandair | 75,4* | N/A | N/A | *Marktækt hæsta einkunn áviðkomandi markaði. | |||||
Wow air | 61,6 | N/A | N/A | ||||||
Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum:
- Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]?
- Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar?
- Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?
Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju. Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem finna má á http://stjornvisi.is/anaegjuvogin ásamt öðrum upplýsingum um Íslensku ánægjuvogina.