Veðurhorfur á landinu
Austan og norðaustan 18-25 m/s NV-til, 10-18 NA-til, en sunnan 5-10 um landið sunnanvert. Snjókoma eða slydda með köflum, en rigning á stöku stað syðra. Lægir í kvöld og nótt og styttir upp að mestu. Hiti víða kringum frostmark, en að 5 stigum syðst.
Austlæg átt, 8-15 m/s vestantil á morgun, en suðlæg eða breytileg átt, 5-13 austanlands. Víða snjókoma eða él, en léttir til um landið norðanvert undir kvöld. Kólnar í veðri. Spá gerð: 25.01.2020 15:22. Gildir til: 27.01.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðaustan og austan 8-15 m/s og snjó- eða slydduél, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti kringum frostmark.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt, 8-15 m/s og víða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið SV-til. Frost 0 til 5 stig.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt með éljum á N-verðu landinu, en yfirleitt bjart syðra. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með snjókomu eða éljum, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 25.01.2020 08:14. Gildir til: 01.02.2020 12:00.