Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Kaldaseli Seljahverfi í Breiðholti þar sem íbúðarhús er alelda að sögn varðstjóra. Vísir greindi fyrst frá eldsvoðanum. Varðstjóri slökkviliðsins sagði að vonast sé til að íbúi í húsinu hafi komist út af sjálfsdáðum. Tilkynning um eldinn barst klukkan 6:40.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bendir íbúum í hverfinu að loka öllum gluggum og hækka vel á ofnum vegna reyks sem leggur frá húsinu. Nánari fréttir verða fluttar af þessu þegar frekari upplýsingar fást en lögregla segir að ekki sé hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða