Hugleiðingar veðurfræðings
Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Það verður því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti 0 til 6 stig. Víða vestan stormur eða rok seinnipartinn og kólnar með éljum, en heldur hægari vindur og samfelldari úrkoma nyrst á landinu. Það er sem sagt útlit fyrir varasamt ferðaveður víðast hvar á landinu í dag, og gular eða appelsínugular viðvaranir eru í gildi í flestum landshlutum. Það lægir á vestanverðu landinu í kvöld, og austantil í nótt og fyrramálið. Á morgun verður svo hægur vindur á landinu og víða dálítil él, en yfirleitt þurrt á Norðurlandi. Frost 0 til 8 stig.
Veðuryfirlit
Skammt V af landinu er kröpp 979 mb lægð á norðausturleið. Við Nýfundnaland er 1002 mb lægð sem fer einnig NA.
Veðurhorfur á landinu
Vestan 20-28 m/s suðvestantil, en hvessir austanlands undir kvöld. Skúrir og síðar él. Hægari vindur í öðrum landshlutum, en úrkomumeira. Kólnar í veðri. Lægir vestantil á landinu í kvöld, en austantil seint í nótt. Hæglætis veður á morgun, fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. stöku él, einkum suðaustan- og austanlands of frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vestan 20-28, hvassast vestast. Skúrir og síðar él og kólnar. Fer að draga úr vindi síðdegis, lægir í kvöld og styttir upp.
Hæg breytileg átt á morgun, stöku él og vægt frost.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestan 5-13 og él, en bjart að mestu A-lands. Hiti um og undir frostmarki. Sunnan 8-15 um kvöldið og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands.
Á föstudag:
Sunnan 8-15 og víða slydda eða snjókoma, en snýst í suðvestan og vestan 10-18 með éljum um landið V-vert og styttir upp austantil eftir hádegi. Kólnar í veðri. Vaxandi norðvestanátt um kvöldið.
Á laugardag:
Hvöss norðvestanátt og él austantil fyrir hádegi, en síðan mun hægari og styttir upp. Vestlæg átt 5-13 vestantil á landinu og dálítil él. Frost 0 til 7 stig.
Á sunnudag:
Suðvestan og vestanátt með éljum, en lengst af þurrt A-lands. Frost 2 til 10 stig.
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt með éljum. Kalt í veðri.