Hugleiðingar veðurfræðings
Þegar þetta er skrifað er djúp lægð (um 950 mb) komin inn á Grænlandshaf og sendir hún óveður yfir landið í dag. Nú er vaxandi suðaustanátt, stormur eða rok þegar kemur fram á daginn með snjókomu í fyrstu, síðar talsverðri rigningu eða slyddu á láglendi. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig síðdegis. Hvessir einnig um landið norðaustanvert uppúr hádegi og þar má búast við skafrenningi og dálítilli snjókomu, hlýnar upp að frostmarki á þeim slóðum.
Þegar suðaustan óveðrið hefur lokið sér af snýst í allhvassa sunnanátt með skúrum eða slydduéljum. Þessi snúningur gerist á mismunandi tímum á mismunandi stöðum á landinu, tökum dæmi um tímasetningar: á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 16 og 17, á Egilsstöðum milli kl. 20 og 21. Á morgun (laugardag) má gera ráð fyrir sunnan og suðvestan strekkingi með éljum nokkuð víða, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Það kólnar og hiti kringum frostmark á morgun.
Á sunnudag róast veðrið síðan meira, þá er útlit fyrir suðlæga golu eða kalda með éljum, gæti orðið fallegt vetrarveður milli éljanna. Á Norður- og Austurlandi er ekki gert ráð fyrir úrkomu. Frystir um mestallt land.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt, 18-28 m/s í dag með snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigningu. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig síðdegis. Skafrenningur og dálítil snjókoma um landið norðaustanvert og hiti kringum frostmark. Allhvöss sunnanátt í kvöld með skúrum eða slydduéljum. Sunnan og suðvestan 8-15 á morgun og él, en bjartviðri norðaustantil. Hiti kringum frostmark.
Færð og ástand vega
Gular- og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar er í gildi um allt land föstudaginn 25. febrúar. Búast má við að færð spillist og vegir geta lokast. Lítið sem ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi. #færðin
Vetrarfærð er á landinu en nánari upplýsingar um færð er að finna á færðarkorti Vegagerðarinnar sem sjá má hér: vegagerdin.is/ferdaupplysing… #færðin
Höfuðborgarsvæðið
Kl. 8:04 | 25. febrúar 2022Twitter@Vegagerdin
Greiðfært er að mestu og víða eru varasamar holur og eru vegfarendur hvattir til að aka með gát. #færðin
Suðvesturland
Kl. 7:17 | 25. febrúar 2022Twitter@Vegagerdin
Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Bætir stöðugt í vind. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum en eitthvað er um snjóþekju. #færðin
Suðurstrandarvegur
VesturlandVesturland
Kl. 9:00 | 25. febrúar 2022Twitter@Vegagerdin
Fróðarárheiði er lokuð. Ófært er á yfir Draganum en Flughálka á Ferstikluhálsi og í Álftafirði. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum. #færðin
VestfirðirVestfirðir
Kl. 6:50 | 25. febrúar 2022Twitter@Vegagerdin
Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum og eitthvað um éljagang. #færðin
NorðurlandNorðurland
NorðausturlandNorðausturland
Kl. 9:17 | 25. febrúar 2022Twitter@Vegagerdin
Hálka eða hálkublettir er á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning. Þæfingsfærð er á Hólasandi og Hlíðarvegi (917). #færðin
AusturlandAusturland
Kl. 6:54 | 25. febrúar 2022Twitter@Vegagerdin
Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum. Þungfært er í Skriðdal. #færðin
SuðausturlandSuðausturland
SuðurlandSuðurland
Kl. 8:58 | 25. febrúar 2022Twitter@Vegagerdin
Þæfingsfærð er a Lyngdalsheiði, Greiðfært er frá Selfossi að Eyjafjöllum. Hálka eða hálkublettir víða og eitthvað um snjóþekju í Flóanum. Versnandi veður. #færðin