• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 24. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Búið að rannsaka dauðu kanínurnar

ritstjorn by ritstjorn
25. mars 2020
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Orsök veikinda og dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum er að öllum líkindum sjúkdómurinn smitandi lifrardrep. Þetta sýna bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á kanínuhræjum sem Matvælastofnun sendi til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sjúkdómur greinist í kanínum utan kanínubúa eða heimila á Íslandi.
Kanínueigendur skulu gæta þess að smit berist ekki í kanínur þeirra með því að kynna sér eðli sjúkdómsins og hvað hægt er að gera til að verjast smiti. Veiran sem veldur sjúkdómnum sýkir ekki önnur dýr eða fólk.

Fyrri tilfelli hér á landi

Lifrardrep í kanínum er alvarlegur tilkynningarskyldur sjúkdómur. Hann hefur einu sinni áður komið upp hér á landi. Það var árið 2002 og þá takmarkaðist smitið við kanínubú og heimiliskanínur. Með niðurskurði og smitvarnaráðstöfunum tókst að ráða niðurlögum hans.

Orsök

Lifrardrep í kanínum er bráðsmitandi og banvænn sjúkdómur í kanínum. Sjúkdómurinn nefnist á ensku Rabbit Haemorrhagic Disease. Sjúkdómnum veldur ákveðin tegund calici veira. Þrjár gerðir veirunnar eru þekktar, RHDV1, RHDV1a og RHDV2. Ekki er vitað um hvaða gerð er að ræða hér en sýni hafa verið send til rannsókna erlendis og er niðurstöðu þeirra að vænta í næstu viku.

Einkenni

Sjúkdómurinn leggst á kanínur á öllum aldri en RHDV1 gerðir veirunnar geta valdið vægri, einkennalausri sýkingu í innan við 6- 8 vikna gömlum dýrum, RHDV2 veldur aftur á móti sjúkdómi og dauða í allt frá 15 daga gömlum ungum. Meðgöngutími sýkingarinnar er 1-5 dagar. Ef sjúkdómseinkenni sjást er um að ræða m.a. hita, lystarleysi, deyfð, taugaeinkenni (t.d. krampar eða lömun), kvein og öndunarfæraeinkenni (t.d. andnauð og froðukennd eða blóðug útferð úr nösum). Dýrið drepst oftast eftir 12-36 tíma eftir að einkenni koma fram.
Þegar um er að ræða smit af völdum RHDV1 er dánartíðni um 80-90% en RHDV2 smit veldur mjög mishárri dánartíðni eða allt frá aðeins 5% til 70%. Á þessari stundu er ekki vitað um hvora gerðina er að ræða hér.

Smitdreifing

Veiran smitast við snertingu dýra hvert við annað, við hræ eða eitthvað sem smitið hefur borist á, svo sem fóður, jarðvegur eða vatn. Önnur dýr og fólk smitast ekki af veirunni en geta auðveldlega borið hana með sér í hári, húð, fatnaði, skóm o.s.frv. Dýr sem hafa sýkst og náð bata geta einnig smitað í langan tíma eftir að þau eru orðin frísk.

Þol

Veiran er mjög harðger. Hún þolir vel frost, endurtekna frystingu og þiðnun, upphitun í 50°C í klukkutíma, sýrustig allt niður í pH3 og upp að pH12.
Til að eyða veirunni þarf að þvo fatnað á > 50 gráðum í meira en klst. Hægt er að nota klór í blöndu 1:10 til sótthreinsunar eða virkon blöndu.

Forvarnir og aðgerðir gegn smiti

Erfitt er að hindra útbreiðslu veirunnar úti í náttúrunni þar sem hún getur viðhaldið virkni sinni í marga mánuði og getur auðveldlega borist um langan veg með fuglum, spendýrum og fólki. Eina ráðið er því að verja kanínur í heimahúsum og á búum fyrir smitinu. Kanínueigendur ættu ekki að fara á svæði þar sem hálfvilltar* kanínur eru, gæta þess að önnur dýr og fólk komi í snertingu við kanínurnar og viðhafa ýtrustu smitvarnir við aðbúnað, fóðrun og umhirðu þeirra.
Matvælastofnun hefur haft samband við lyfjaheildsala og munu þeir panta bóluefni til landsins um leið og í ljós hefur komið um hvaða undirgerð veirunnar er að ræða.

Leiðbeiningar fyrir kanínueigendur og fólk tengt kanínum

  • Forðist að fara á þekkt kanínusvæði þar sem sjúkdómurinn hefur geisað
  • Ef það hefur verið gert, þvoið fatnað á meira en 50 gráðum í meira en klst.
  • Notið virkon eða klór (1:10) til að sótthreinsa þá fleti sem geta borið smitefni

Leiðbeiningar fyrir dýraverndarsamtök og fólk sem vill hjálpa hálfvilltum kanínum

Í samráði og samvinnu við sveitarfélög eða borgina, sem bera ábyrgð á að koma hálfvilltum* dýrum til hjálpar, ætti að vera í lagi að fanga og taka að sér þær kanínur sem virðast frískar og flytja í litlum hópum á heimili þar sem kanínur eru ekki haldnar fyrir og enginn samgangur er við aðrar kanínur. Tryggja þarf að kanínur sleppi ekki út. Ef ein kanína veikist í hópnum er mjög líklegt að flestar veikist. Líklega þarf að aflífa þær kanínur sem veikjast. Ef kanínurnar haldast frískar er möguleiki á að bólusetja þær þegar undirtegund veirunnar hefur verið greind.
Allan fatnað og skóbúnað sem notaður er við aðgerðir til hjálpar kanínum ætti að sótthreinsa á eftir.
Starfsfólk sveitarfélaga eða borgarinnar fara um svæði daglega sem þekkt er að kanínur haldi sig og fanga sýnilega veik dýr og koma til dýralæknis.

Ítarefni

  • Gætið smitvarna vegna kanínudauða – frétt Matvælastofnunar 24.03.20
  • Dauðar kanínur í Elliðaárdal – frétt Matvælastofnunar 23.03.20

*Kanínur í íslenskri náttúru eru skilgreindar sem hálfvillt dýr

  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hamingjan er lífstíll sem fólk velur sér

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?