,,Bóluefnavandræðin verða sífellt furðulegri
Á Vísi er frétt með fyrirsögninni
„Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB”
Þetta mun vera útspil heilbrigðisráðuneytisins.
Rökin eru merkileg, þ.e. þau að ef ESB ræðst í að banna útflutning til ýmissa landa en að Ísland verði svo ekki á bannlistanum (sem við erum enn á) þá gætum við fengið smá skerf af bóluefninu sem yrði gert upptækt!
Þetta er ráðuneytið sem okkur er sagt að stýri „vinnu stjórnvalda” við að leita leiða til að afla bóluefnis fram hjá ESB klúðrinu.
Mbl birti hins vegar fyrirsögnina
„Þúsundir skammta af efni Janssen á leiðinni”.
Þetta hljómar eins og góðar fréttir …þar til maður les meginmálið. Fréttin fjallar um að það skilar sér bara brot af því bóluefni sem von var á.
Noregur fær 52.000 skammta í stað 310.000 og Ísland e.t.v. 3.500.
Það er e.t.v. ekki skrítið að bólusetningardagatal Stjórnarráðsins hafi ekki verið uppfært síðustu vikuna.“