Samgöngustofa ítrekar mikilvægi þess að stjórnendur loftfara sýni aðgát í kringum gosið á Reykjanesi. Minnt er á lágmarkshæð flugvéla og þyrlna í sjónflugi, sem er 500 fet yfir jörðu í dreifbýli.
Gerðar eru kröfur til þyrluflugmanna um að velja lendingarstað, m.a. í samræmi við getu loftfars og með hliðsjón af hindrunum og aðstæðum á jörðu niðri. Sérstaklega skal huga að fólki á svæðinu, sem og öðrum loftförum.
Hættu- eða haftasvæði fyrir loftför önnur en dróna verða auglýst með NOTAM.
Discussion about this post