Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast undanfarinn sólarhring og hafa orð á því í tilkynningu sinni:
,,Síðasta sólarhring höfum við hjá SHS farið í 102 sjúkraflutninga og skráð útköll á dælubíla eru fimm. Við erum að vona að gróðureldurinn við Óttarstaði sé búinn og að ekki komi annar gróðureldur þar sem við höfum annars nóg að gera.
Helsta útkall gærdagsins var eldur í nýbyggingu í Garðabæ og er mynd dagsins fengin að láni hjá Vísi en hún sýnir menn hlaupa í burtu frá sprengingu og eldi.
En svona er starfið okkar, þegar aðrir hlaupa í burt þá hlaupum við að. Góðar stundir
Umræða