,,Vatnið er eins og olia á bragðið og fólk finnur gaslykt af því og olíulykt hér í Hveragerði ég hef fundið fyrir því síðustu daga og mikið er um veikindi i Hveragerði og það eru allir að tala um þetta.
Ég verð mjög mikið var við að það þorir engin að benda á að það gæti verið olía eða gas í vatninu. Hvort þetta sé út af mögulegum jarðhræringum eða væntanlegu gosi, veit ég ekki um. Það þarf hins vegar að rannsaka þetta og óboðlegt að fólk verði veikt sem er að neyta vatns í Hveragerði. Sjálfur er ég farinn að kaupa vatn á brúsum, því ég tel ekki óhætt að drekka vatn úr krana.“ Segir íbúi í Hveragerði og bendir jafnframt á að á facebook vef bæjarbúa séu margir að kvarta undan olíubragði af vatninu og mikið er um veikindi í Hveragerði.
Umræða