Samkvæmt nýrri könnun sem að kemur fram í Fréttablaðinu í dag, er Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Reykjavíkurborg með rúmlega 30 prósenta fylgi skv. könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is birtu í dag. Samfylkinging er með tæplega 26 prósent fylgi og Píratar með tæplega 11 prósent fylgi. Sérstaka athygli vekur að VG og Miðflokkurinn mælast jafnir með um átta prósenta fylgi og Viðreisn og Framsókn reka svo lestina með um 7 og 3,6 prósent.
Hlutirnir eru fljótir að gerast í pólitíkinni eins og oft er nefnt og samkvæmt þessu, gætum við verið að sjá nýja borgarstjórn og nýjan borgarstjóra eftir næstu kosningar. Hugsanlegt er að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Viðreisn eða VG gætu myndað nýjan meirihluta, verði kosningarnar þeim hagstæðar.
Sjálfstæðisflokkurinn er á móti fyrirhugaðari Borgarlínu og má jafnvel reikna með að hún verði slegin út af borðinu ef að núverandi borgarstjórn fer frá eftir fjórar vikur.
Framlög til samgöngumála í Reykjavík voru rædd á Alþingi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson, fjármála-ráðherra um aðkomu ríkisins að fyrirhugaðari Borgarlínu; ,,Samfylkingin í Reykjavík hefur nú kynnt stefnumál sín vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Flokkurinn leggur einkum áherslu á tvennt, tvö meginkosningaloforð, annars vegar svokallaða borgarlínu og hins vegar að Miklabraut verði sett í stokk. Hvort tveggja eru ríkisverkefni ef af verður og borgarstjóri hefur raunar tekið undir það og bent á að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir lendi að mestu leyti hjá ríkinu. Spurning Sigmundar Davíðs til fjármálaráðherra var : Mun hæstvirtur ráðherra fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík?
Bjarni sagði ,, Ég vil taka það fram að það er alveg skýrt í lögunum að þegar sveitarstjórnir fara fram á kosti í samgöngumálum sem eru umfram það sem Vegagerðin telur nauðsynlegt til að ná fram þeim markmiðum í samgöngubótum sem að er stefnt, t.d. með stokkalausnum eða öðrum slíkum kostnaðarsömum viðbótarframkvæmdum, er gert ráð fyrir því að sveitarfélögin þurfi sjálf að bæta því við sem á vantar til þess að standa undir framkvæmdinni.
Ég ætla ekkert að fullyrða neitt varðandi Miklubrautina hvað þetta snertir, en það er alveg augljóst á grundvelli laganna að ekki er útilokað að koma þurfi til sérstakt framlag frá sveitarfélaginu til að fara í slíka dýra lausn. Í raun og veru gildir það sama með borgarlínu. Á þeim fundum sem ég hef setið um borgarlínuverkefnið hefur það verið alveg skýrt að það yrði ekki að fullu fjármagnað af ríkinu.
Ég hef heyrt hugmyndir héðan úr Reykjavíkurborg um einhvers konar innviðagjald sem menn verða að taka sjálfstæða umræðu um. En mér er ekki kunnugt um að það eigi með einhverjum hætti að fjármagna hlut höfuðborgarinnar hvað þetta verkefni snertir eða hvernig önnur sveitarfélög hyggjast leggja sitt af mörkum. En okkur er tiltölulega þröngur stakkur sniðinn eins og sjá má af nýlega framlagðri fjármálaáætlun til að ráðast í tugmilljarðaframkvæmdir eins og þær sem hér eru nefndar til sögunnar.“ Sagði Bjarni Ben.
Sigmundir Davíð fylgdi fyrirspurn sinni eftir til fjármálaráðherrans ,, Í þeirri fjármálaáætlun sem fjármálaráðherra nefnir, vakti athygli hversu lítið er sett í samgöngumálin, sérstaklega vegna þess að rætt hafið verið um svokallaða stórsókn í samgöngumálum. Raunin varð sú að 5,5 milljörðum er bætt í málaflokkinn á ári út þetta kjörtímabil og dugar rétt svo til að komast upp í gömlu samgönguáætlunina. Það er nú öll stórsóknin.
Það hefði því sannarlega komið mér á óvart ef fjármálaráðherra ætlaði að fara í viðræður um að ríkið færi að bæta í verkefni sem kosta tugi milljarða og sem í tilviki borgarlínu getur hæglega farið yfir 100 milljarða. En ég skildi svar ráðherra sem svo að ekki sé svigrúm til þess, að borgin, borgaryfirvöld geti ekki vænst þess að fá fjármagn í borgarlínu eða setja Miklubraut í stokk, frá fjármálaráðherra, frá ríkissjóði. Ef mér skjátlast bið ég ráðherrann einfaldlega að leiðrétta það.“
Bjarni Benediktsson, Fjármálaráðherra sagði það alveg skýrt að þrátt fyrir að í nýrri fjármálaáætlun að um væri að ræða u.þ.b. fjórðungsaukningu til vegamála, sem ég verð að segja alveg eins og er að er töluvert mikið átak í vegamálum, hvernig sem menn vilja síðan líta á það.
,,Sumir segja að það þurfi að bera það saman við þörfina. Ef við skoðum bara það fjármagn sem við höfum haft til viðhalds og nýframkvæmda í vegamálum er um að ræða stóraukningu í fjármálaáætluninni.
En það er rétt, það mun ekki duga til þess að standa undir tugmilljarðaverkefni eins og borgarlínan er. Reyndar verður að horfa á tímabilið í heild. Ég kom því að hér í mínu fyrra svari að það er ekki þannig að ríkið eigi að standa eitt undir öllum kostnaðinum. Borgarlínuhugmyndina finnst mér að þurfi að skilgreina miklu betur. Hún er allt frá því að vera tæplega 100 milljarða framkvæmd yfir í það einfaldlega að vera greiðari almenningssamgöngur.“ Sagði Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra um Borgarlínuna.