Af verkefnum liðinnar viku hjá lögreglunni á Vestfjörðum var þetta helst:
Einn ökumaður var stöðvaður um síðastliðna helgi, grunarðu um að vera undir áhrifum áfengis. Sá var stöðvaður á Ísafirði aðfaranótt sunnudagsins 16. apríl.
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í vikunni.
Teknar voru númeraplötur af nokkrum bifreiðum sem ekki hafa verið færðar til lögbundinnar skoðunar.
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni sem ekki hafði öðlast ökuréttindi né heldur kominn með æfingaakstursheimild, en er þó í ökunámi. Við slíku broti liggja við sektir og einnig má ökumaður búast við ferstun á útgáfu ökuskírteinis þegar þar að kemur. Þá fær farþegi í bifreiðinni refsingu fyrir að fela réttindalausum ökumanni stjórn bifreiðarinnar.
Áður hefur komið fram í fjölmiðlum skipstrand sem varð í utanverðum Steingrímsfirði þann 18. apríl sl. þegar flutningaskip tók niðri. Landhelgisgæslan hefur verið á vettvangi í björgunaraðgerðum. Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn á tildrögum atviksins.
Tilkynnt var um eitt vinnuslys í fiskverkahúsi á Vestfjörðum í vikunni. það er til rannsóknar hjá lögreglunni.
Þá varð óhapp í Bolungarvík þann 19. apríl þegar stór vinnuvél (grafa) sökk á kaf í flæðamálinu þegar stjórnandi hennar var við vinnu þar. Stjórnandinn komst af sjálfsdáðum í land og sakaði ekki.
Ökumenn eru hvattir til þess að haga akstri í samræmi við aðstæður og aldrei að aka hraðar en hámarkshraði er á viðkomandi vegi.