„Það að fyrirtæki sé að beita sér, annars vegar í kjöri hjá Blaðamannafélaginu og hins vegar hugsanlega gagnvart því hvernig stjórnmálaflokkar eru að stilla upp á sína lista, finnst mér með öllu óásættanlegt og fara langt yfir þau mörk sem við teljum eðlileg í samskiptum í samfélaginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtali við rúv.is í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig um ,,Samherjamálið“ svokallaða eftir að það kom upp fyrir all löngu síðan.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði „Mér finnst auðvitað óeðlilegt almennt ef að fyrirtæki vilja hafa áhrif á framboðsmál stjórnmálaflokka.“ Þá sagðist hann ekkert hafa velt því fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni hætta að þyggja styrki frá Samherja.
Krefjast lögreglurannsóknar á hringamyndun, fákeppni og yfirgangi stórútgerðarinnar, meintum njósnum, mútum og skattaundanskotum

,,Við í Frjáslynda lýðræðisflokknum XO krefjumst lögreglurannsóknar á hringamyndun, fákeppni og yfirgangi stórútgerðarinnar, meintum njósnum, mútum og skattaundanskotum hennar.“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson um fréttir liðinna daga af Samherja.