Samkvæmt tölum, og nýjustu gögnum, frá Hagstofunni voru skuldir fyrirtækja, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, sorphirðu, fjármála- og vátrygginga- starfsemi, 5.400 milljarðar árið 2021. Frá gildistöku síðustu kjarasamninga, þann 1.nóvember 2022, hafa stýrivextir hækkað úr 5,75% í 8,75.
Ef vaxtahækkanir skila sér að fullu ofan á skuldir fyrirtækja hefur vaxtabyrði þeirra aukist um 162 milljarða eða um ríflega tvöfalt það sem síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði kostuðu fyrirtækin. Sama ár 2021 skiluðu fyrirtækin methagnaði eða 761 milljarði fyrir skatt. Eða um tífalt það sem síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði kostuðu fyrirtækin. Ekki hefur seðlabankinn minnst einu orði á ofurhagnað fyrirtækja og fjármálakerfisins og kallað eftir hófsemi þar um. Á sama tíma hefur hlutfall launa af verðmætasköpun í hagkerfinu farið lækkandi á hverju ári frá 2018 til 2022.
Seðlabankinn telur helstu ógnina við efnahagsstöðugleika vera launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Það má færa fyrir því mun sterkari rök, studdum opinberum gögnum og tölulegum staðreyndum, að helsta ógnin við stöguleika er Seðlabankastjóri sjálfur.
Discussion about this post