Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi björguðu tveimur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi upp úr klukkan sjö í morgun – Vissu ekki af stormaðvöruninni
.
Fólkið var örmagna og rennandi blautt og hrakið og hlúa björgunarsveitarmenn nú að þeim og halda á þeim hita þar til þyrla Landhelgisgæslunnar getur sótt þau. Þyrlan fór á staðinn en leitin af fólkinu hófst snemma í morgun.
.
þegar að leit af fólkinu hófst, var rok, þoka og slydda á svæðinu en björgunarsveitir voru kallaðar út á sjötta tímanum vegna fólksins sem hélt til í tjaldi á Fimmvörðuhálsi. Björgunarsveitir á Suðurlandi fóru á vélsleðum á staðinn.
Umræða