Fjórir voru fluttir á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi eftir all harðan árekstur á þjóðveginum rétt vestan við Vatnsdalshóla um sex leytið í kvöld.
Ekki er vitað hversu mikið fólkið var slasað en að sögn lögreglu var fólkið allt með meðvitund og tveir hafi verið minniháttar slasaðir. Bílarnir skullu saman og áreksturinn var mjög harður. Ekki vitað hvað olli slysinu en rannsókn stendur yfir.
Umræða