Nú hefur borgarstjórinn kynnt ótrúleg áform um að fjarlægja allar helstu bensínstöðvar/sjoppur í Reykjavík ásamt áformum um að byggja þar stórhýsi án samráðs við nágranna, að því er virðist.
Meðal bensínstöðvanna er Essó í Skógarseli sem hefur lengi verið mikilvægur viðkomustaður í hverfinu og aldrei gert neinum mein. Ég vann þar í mörg ár á sumrin og með skóla (fyrst sem starfsmaður á plani og loks sem starfsmaður í verslun). Einnig bensínstöð við Hótel Sögu og umhverfi hennar þar sem nemendur í Háskóla Íslands hafa átt smá séns á bílastæði í hátt í 30 ár.
Auk þess bensínstöð sem mig minnir að hafi náð að verða sú söluhæsta í Evrópu (Olís í Álfheimum). Auk margra annarra áfangastaða borgarbúa til áratuga. Allt er þetta liður í því að hrekja fjölskyldubílinn af götum borgarinnar.
Ég reyni að keyra á rafmagni eins mikið og ég get og rafmagnsbílum mun bara fjölga en það að rífa allar helstu bensínstöðvar og sjoppur borgarinnar til að geta troðið stórhýsum fyrir næstu hús er fáránlegt.