-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

,,Það var dáið og sært fólk á götunum“ segir vitni í Oslo

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Blaðamaður NRK, Olav Rønneberg, var á staðnum þar sem skotmaðurinn tók upp byssu og hóf skothríð í Oslo

Olav Rønneberg blaðamaður var vitni að árásinni
Rønneberg var á leið á skemmtistað þegar hann sneri sér við og sá mann setja svartan poka á götuna. Upp úr töskunni dró maðurinn upp skotvopn. Í fyrstu hélt ég að þetta væri hermaður. Svo brotnaði glerið í næturklúbbnum við hliðina og ég skildi að ég yrði að komast skjól, segir Rønneberg. Hann segir að barþjónarnir hafi snarlega komið gestum fyrir inn á skemmtistaðnum og læst hurðinni. 

,,Ég fór út aftur, og sá að þeir voru að veita fólki lífsnauðsynlega skyndihjálp sem hafði verið skotið á. Þá áttaði ég mig á því að umfang árásarinnar var miklu meiri en ég hélt. Það voru nokkrir slasaðir sem fengu aðstoð og læti voru meðal fólks á götunni, segir Rønneberg.

Nokkrir lögreglumenn reyndu að bjarga mannslífum. Aðrir voru að tryggja nærliggjandi svæði og nokkrir stóðu vörð með vopn til að vernda alla sem þarna voru. Það var fullt af fólki á götunum. Fólk fagnaði gleðigöngunni og útikaffihúsin voru full. Svo breyttist allt í þessi miklu læti og örvæntingu og það var látið og sært fólk á götunum, segir Rønneberg.“