6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Þyrlan kölluð út vegna neyðarkalls á hálendinu

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Laust eftir kl. 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir, sem væri í vöktun hjá þeim, hefði farið í gang og væri hann staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls. Við nánari skoðun á staðsetningu benti allt til þess að þessi sendir væri í nálægð við fjallaskálann í Gæsavötnum.

Reynt var með öllum ráðum að ná sambandi við þann aðila sem var með þennan sendi en án árangurs. Á þessum árstíma er illfært um þetta svæði sökum bleytu og drullu og því ekki auðvelt að nálgast verkefnið úr byggð. Rannsóknarvinna leiddi í ljós að hér væri líklega um franskt par að ræða sem hefði lagt upp frá Mývatnssveit fyrr í vikunni.
Var því óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni um að fá þyrlu í verkefnið samhliða því að aðgerðastjórn var virkjuð á Húsavík og björgunarsveitir voru ræstar út í Mývatnssveit og Aðaldal til að halda landleiðina á vettvang. Þyrla LHG kom í Gæsavötn laust fyrir kl. 20:00 og hitti á fólkið þar sem tók þeim fagnandi.
Var fólkið óslasað en blautt og hrakið. Höfðu þau náð að leita skjóls á staðnum á meðan beðið var eftir aðstoð. Þyrlan flutti þau síðan með sér til Reykjavíkur. Ljóst er að veðráttan sl. daga hafði reynt verulega á þessa ferðalanga, hitastig við og undir frostmarki og norðanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu.
Kort af svæðinu og er rauði depillinn á þeim stað þar sem fólkið hélt til á meðan beðið var eftir aðstoð