Ólafur Grétar Laufdal Jónsson veitingamaður lést í gær 78 ára að aldri. Þetta staðfestir fjölskylda Ólafs en Vísir greindi fyrst frá.
Ólafur var einungis 12 ára gamall þegar hann hóf störf í veitingabransanum, fyrst á Hótel Borg. Þá lauk hann námi í Hótel- og veitingaskólanum og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og sem barþjónn á farþegaskipinu Gullfossi.
Síðar stofnaði Ólafur meðal annars skemmtistaðina Hollywood og Broadway og lét einnig til sín taka í hótelrekstri á Íslandi. Hann byggði Hótel Ísland í Ármúla og rak Hótel Borg um langt skeið.
Síðustu árin rak Ólafur Hótel Grímsborgir ásamt eiginkonu sinni Kristínu Ketilsdóttur.
Umræða