Suðurlandsvegur rétt austan við Hveragerði var opnaður fyrir um klukkustund síðan en honum var lokað á fimmta tímanum í dag vegna umferðarslyss. En þrír bílar rákust saman og níu slösuðust, og voru allir með minniháttar meiðsli
Allt tiltækt lið auk þeirra sem að voru á frívöktum voru kallaðir út, og fjöldi sjúkra- og lögreglubíla kom á vettvang auk bíls frá slökkviliði. Mikil umferð var á svæðinu er blaðamaður Fréttatímans bar þar að og langar raðir mynduðust hjá þeim sem voru á leið vestur. Korter yfir fimm náði bílaröðin nánast hálfa leiðina til Selfoss, eða að Kotstrandakirkju. Margir snéru við og keyrðu Þrengslin.
Bílum sem að komu yfir Hellisheiði á leið austur, var öllum vísað niður að þrengslavegi og komust þannig leiðar sinnar framhjá athafnasvæði lögreglunnar.
Hinir slösuðu voru svo fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Landspítalann í Fossvogi til aðhlynningar.
Umræða