5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Sumarið 2020 og nýja menningarbyltingin

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

„Nýja menn­ing­ar­bylt­ing­in fel­ur í sér end­ur­vakn­ingu kynþátta­hyggju, þess að flokka fólk eft­ir húðlit. Hún ber líka með sér öll ein­kenni öfga­trú­ar, þ.m.t. at­hafn­ir sem fólki er ætlað að und­ir­gang­ast til að sanna und­ir­gefni sína gagn­vart rétt­trúnaðinum.“
Frá því að ég hóf þátt­töku í stjórn­mál­um hef ég fjallað mikið um skaðleg áhrif póli­tísks rétt­trúnaðar og svo­kölluð ímynd­ar­stjórn­mál (e. identity politics). Þótt kenn­ing­ar um að Covid-far­ald­ur­inn muni breyta heim­in­um séu stund­um held­ur lang­sótt­ar leyfði ég mér að vona að þessi sam­eig­in­lega raun heims­byggðar­inn­ar myndi minna á hvað skipt­ir raun­veru­lega mestu máli. Hlut­ir á borð við sam­kennd, jafn­ræði, heil­brigðisþjón­ustu, verðmæta­sköp­un at­vinnu­lífs­ins, ör­yggi ríkja o.s.frv. Slík­ir hlut­ir og mörg af grund­vall­ar­gild­um vest­rænna sam­fé­laga hafa átt mjög und­ir högg að sækja.
Það horf­ir ekki vel með þær von­ir. Um leið og dró úr árif­um far­ald­urs­ins á Vest­ur­lönd­um náðu áhrif óheillaþró­un­ar sam­fé­lag­anna nýj­um hæðum. Eft­ir að rétt­trúnaðarfylk­ing­in hafði haft enn meiri tíma en áður til að liggja á net­inu náði vit­leys­an nýj­um lægðum.
Til­efnið
Það eina sem vantaði var til­efni til að hefja bylt­ingu. Það kom í formi hræðilegs mynd­bands þar sem lög­reglumaður í Banda­ríkj­un­um murkaði lífið úr blökku­manni á ein­stak­lega grimmi­leg­an hátt. Það var eðli­legt að slíkt vekti viðbrögð og kröf­ur um að lög­reglu­mann­in­um yrði refsað ásamt fé­lög­um hans sem stóðu aðgerðarlaus­ir hjá.
Lög­reglu­menn­irn­ir voru ákærðir en fljót­lega fóru ýms­ir hóp­ar að nýta sér málið í eig­in þágu. Fremst í flokki fór hreyf­ing sem kall­ar sig Black Li­ves Matter (BLM) eða „Svört líf skipta máli“. Allt viti­borið fólk hlýt­ur að vera sam­mála full­yrðing­unni sem birt­ist í nafni sam­tak­anna þótt það sé óneit­an­lega sér­kenni­legt að lit­greina líf sem svört, hvít eða eitt­hvað annað.
Bara nafnið
BLM hafði verið þekkt sem her­ská sam­tök á jaðri stjórn­mál­anna. En nú skipti bara nafnið máli. Það er til­hneig­ing sem birt­ist víða í stjórn­mál­um sam­tím­ans, m.a. á Íslandi eins og ég hef fjallað um áður. Afstaða til sam­taka, stofn­ana, starfa og jafn­vel laga­frum­varpa skal byggð á nafn­inu en ekki inni­hald­inu og aðferðinni. Það er ekki að ástæðulausu að ímynd­ar­stjórn­mál eru stund­um kölluð merkimiðastjórn­mál.
Fyrr en varði fór fólk að klifra hvert yfir annað til að kom­ast fremst í röð þeirra sem styddu BLM. Alþjóðafyr­ir­tæki sem lengi hafa sýnt und­ir­gefni gagn­vart þeim tíðaranda sem hæst ber hverju sinni fóru þar framar­lega í flokki og fræga fólkið lét ekki sitt eft­ir liggja frek­ar en fyrri dag­inn. Þátt­taka var reynd­ar skylda. Bresk leik­kona fékk sím­tal frá umboðsmanni sín­um sem spurði hvers vegna hún væri ekki búin að sverja BLM holl­ustu á sam­fé­lags­miðlum. Hún út­skýrði að það væri vegna þess að hana langaði ekki til þess. Umboðsmaður­inn kvaðst skilja það en þetta væri skylda ef hún vildi ein­hvern tím­ann fá vinnu aft­ur. Leik­kon­an lét því und­an.
Það þarf að sanna sig
Í of­stopa­ástandi er nefni­lega ekki nóg að halda sig til hlés. Það þarf að sanna að maður sé rétt­trúaður en ekki efa­semdanorn. „Hvít þögn er of­beldi“ er vin­sælt slag­orð bylt­ing­ar­inn­ar. Bylt­ing­ar sem nú hef­ur tekið á sig öll helstu ein­kenni kín­versku menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar. Að vísu að und­an­skild­um op­in­ber­um af­tök­um en lög­reglu­menn, hvít­ir og svart­ir, hafa verið skotn­ir í „að mestu friðsam­leg­um mót­mæl­um“ eins og flest­ir fjöl­miðlar kjósa jafn­an að kalla það.
Öðrum frem­ur eru það hvít­ir „aðgerðasinn­ar“ sem viðhafa mestu ólæt­in sem eins og jafn­an snú­ast um sjálfs­upp­hafn­ingu frem­ur en málstaðinn. Mörg mynd­bönd hafa birst af ungu hvítu mennta­fólki öskra á þeldökka lög­reglu­menn og kalla þá svik­ara fyr­ir það eitt að vinna vinn­una sína og halda uppi lög­um og reglu.
Nýja menn­ing­ar­bylt­ing­in fel­ur í sér end­ur­vakn­ingu kynþátta­hyggju, þess að flokka fólk eft­ir húðlit. Hún ber líka með sér öll ein­kenni öfga­trú­ar, þ.m.t. trú­ar­at­hafn­ir sem fólki er ætlað að und­ir­gang­ast til að sanna und­ir­gefni sína gagn­vart rétt­trúnaðinum. Fljót­lega myndaðist sú krafa að fólk „tæki hné“, þ.e. færi niður á annað hnéð, til að sýna stuðning við BLM.
All­ir á hnéð
Fyrr en varði fór fólk að „taka hné“ um allt. Leiðtog­ar Demó­krata­flokks­ins, sem á langa sögu stór­kost­legra af­reka áður en hann var yf­ir­tek­in af ímynd­ar­póli­tík­inni, tóku hné og báru sér­staka trefla til að full­komna at­höfn­ina. Þótt erfitt sé að átta sig á því hvað enski bolt­inn hef­ur með lög­reglu­mál í Minn­ea­pol­is að gera samþykktu öll liðin að spila með áletr­un­ina „Black li­ves matter“ á bak­inu í stað nafna leik­mann­anna og auðvitað að taka hné fyr­ir leik. Kapp­akst­urs­menn þurfa eðli máls sam­kvæmt að vera hug­rakk­ir. En þegar farið var fram á að öku­menn í Formúlu 1 tækju hné fyr­ir kapp­akst­ur þorðu aðeins sex þeirra að standa. Þeir hinir sömu voru að sjálf­sögðu for­dæmd­ir fyr­ir for­dóma­fulla (of­beld­is­fulla) hegðun. Þó höfðu all­ir klæðst bol­um með áletr­un­um gegn kynþátta­hyggju. Bresk­ur ráðherra sem ekki hlýddi kröfu um að krjúpa á kné þurfti dög­um sam­an að verj­ast sams kon­ar árás­um.
Banda­ríski NASCAR-kapp­akst­ur­inn er ekki síst vin­sæll í Suður­ríkj­un­um. Þar varð uppi fót­ur og fit eft­ir að birt var mynd af snöru í bíl­skúr þeldökks öku­manns. FBI mætti með 15 vopnaða menn í bíl­skúr­inn og for­dæm­ing­ar og kröf­ur um aðgerðir tröllriðu íþrótt­inni þar til í ljós kom að snar­an hefði hangið í bíl­skúrn­um löngu áður en ökuþór­inn fékk hann til ráðstöf­un­ar og að um væri að ræða spotta til að loka bíl­skúrs­h­urðinni.
Fyrst rætt er um kapp­akst­urs­menn má líka nefna öku­mann sem missti stuðning bak­hjarla sinna eft­ir að ein­hver benti á að lát­inn faðir hans hefði notað óviðeig­andi frasa í út­varpi áður en son­ur­inn fædd­ist.
Stuðning­ur við hvað?
Fjár­magn streym­ir nú til BLM, ekki síst frá fyr­ir­tækj­um og fræga fólk­inu. En að hverju er það að stuðla með fjár­fram­lög­um sín­um og helgi­at­höfn­um? Bresk­ir blaðamenn höfðu fyr­ir því að kynna sér stefnu sam­tak­anna og bentu á að hún sner­ist um að brjóta á bak aft­ur vest­ræna menn­ingu og kapí­tal­isma, fjöl­skyldu­formið, stjórn­kerfið og sér­stak­lega að leggja niður lög­reglu og dóm­stóla.
Víða um lönd létu lög­reglu­menn sig hafa það að krjúpa fyr­ir sam­tök­um sem berj­ast gegn þeim regl­um sem þeir starfa við að verja og raun­ar þeim sjálf­um. Lög­reglu­stjór­ar virt­ust enda marg­ir log­andi hrædd­ir við að verja sitt fólk og sitt hlut­verk. Í Minn­ea­pol­is var lög­reglu­stöðin þar sem mann­dráp­ar­inn hafði starfað yf­ir­gef­in og eft­ir­lát­in óeirðaseggj­um sem fóru þar um brjót­andi og bramlandi og kveiktu í eft­ir að hafa tæmt vopna­búrið.
Fríríki
Í Seattle, sem nú er und­ir oki menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar, var stofnað nýtt fríríki. Borg­ar­stjórn­in, sem minn­ir um sumt á þá reyk­vísku, lagði það helst til mála að færa frírík­inu vegtálma til að marka landa­mær­in með áfest­um spjöld­um fyr­ir veggjakrot. Fljót­lega kárnaði þó gamanið í litla land­inu sem bar hið skammstafaða nafn CHAZ þegar hóp­ur fólks vildi end­ur­skíra það með skamm­stöf­un­inni CHOP. Deil­urn­ar sner­ust um hvernig ætti að skil­greina svæðið. Þó var fljótt komið á landa­mæra­vörslu þung­vopnaðra manna með hríðskotariffla. Ef­laust hafa þeir verið dygg­ir stuðnings­menn sam­tak­anna „No Bor­ders“. Svart­klædd­ir og álíka vel vopnaðir meðlim­ir Antifa (svo­kallaðra and-fas­ista) munu hafa sinnt gæslu inn­an landa­mær­anna. Eig­end­ur íbúða eða fyr­ir­tækja á svæðinu þurftu að sýna skil­ríki til að kom­ast heim. Fræðimaður á sviði ein­hvers kon­ar vist­vænn­ar borg­ar­fræði (sem hlýt­ur fljót­lega að verða ráðinn í Reykja­vík) mætti á svæðið til að hefja rækt­un ma­t­jurta sem sér­stak­lega voru merkt­ar fólki af til­tekn­um húðlit. Sjálf­skipað sam­fé­lags­ráð leitaðist við að leysa dóm­stóla af hólmi. En allt kom fyr­ir ekki og fríríkið flosnaði upp en eft­ir­lét skatt­greiðend­um að hreinsa til.
Fórn­ar­lamba­menn­ing
Menn­ing­ar­bylt­ing Vest­ur­landa er byggð á því sem kallað hef­ur verið fórn­ar­lamba­menn­ing. Til­hneig­ingu til að skipa fólki í hópa sem njóta mis­mik­illa rétt­inda eft­ir því hversu hátt þeir skora á óform­leg­um fórn­ar­lambaskala. Röðun á list­ann kall­ar svo stund­um á inn­byrðisátök inn­an rétt­trúnaðar­hreyf­ing­ar­inn­ar. Í því sam­hengi er mik­il­vægt að hafa hug­fast að all­ar öfga­hreyf­ing­ar segj­ast vera að verja hags­muni þeirra sem hall­ar á og rétt­læta þannig aðgerðir sín­ar. Umræðan er alltaf um yf­ir­lýst mark­mið. Ekki um aðferðirn­ar sem jafn­an bitna fyr­ir rest á þeim sem bar­ist er fyr­ir. „Bylt­ing­in étur börn­in sín“ eins og Frakk­ar upp­götvuðu fyr­ir nærri 230 árum.
Smátt og smátt hef­ur komið í ljós að vest­ræna menn­ing­ar­bylt­ing­in snýst í grunn­inn um andúð á vest­rænni siðmenn­ingu, rétt eins og sú kín­verska sem sner­ist reynd­ar bæði um andúð á göml­um kín­versk­um gild­um og vest­rænni menn­ingu.
Af­töku­menn­ing
Þótt leiðtog­ar nýju menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar hafi ekki vald til að taka fólk af lífi eru þó af­tök­ur eitt helsta ein­kenni hreyf­ing­ar­inn­ar. Þ.e. sam­fé­lags­leg­ar af­tök­ur. Enda er þró­un­in nú kölluð af­töku­menn­ing í ensku­mæl­andi lönd­um (e. Cancel cult­ure). Sú þróun hófst raun­ar löngu áður en menn­ing­ar­bylt­ing­in sem fylgdi Covid fór af stað og lagði grunn­inn að því sem koma skyldi.
All­ir sem fjalla á gagn­rýn­inn hátt um at­b­urðarás­ina geta vænst þess að verða „tekn­ir af lífi“ á sam­fé­lags­miðlum og í fjöl­miðlum. Þar er eng­inn óhult­ur.
Rit­höf­und­ur­inn J.K. Rowl­ing sem er þekkt­ust fyr­ir sög­urn­ar um Harry Potter var lengst af einn af öfl­ug­ustu stuðnings­mönn­um ríkj­andi rétt­trúnaðar. Ég skrifaði um raun­ir Rowl­ing í grein­um við síðustu ára­mót en eft­ir upp­haf nýju menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar hef­ur hún mátt þola ágjöf sem aldrei fyrr. Rowl­ing er hlynnt rétt­ind­um trans­fólks en hún er líka femín­isti og hef­ur lýst áhyggj­um af því að ákveðnir tran­saktív­ist­ar séu að vega að kven­frelsi. Fyr­ir vikið hef­ur hún verið stimpluð „terfa“ (e. TERF – trans-exclusi­on­ary radical fem­in­ist).
Rowl­ing og á annað hundrað þekktra Breta skrifuðu ein­stak­lega hófstillta og á köfl­um af­sak­andi grein til að and­mæla af­töku­menn­ing­unni. Ekki leið á löngu þar til fólk bað um að verða tekið af lista grein­ar­höf­unda eft­ir að hafa verið spurt hvort það ætlaði virki­lega að skrifa grein með fólki á borð við J.K.Rowl­ing.
En það eru ekki all­ir í sömu stöðu og Rowl­ing að geta látið sér fátt um finn­ast þegar öfga­fólk ræðst til at­lögu. Marg­ir hafa misst vinn­una eða lifi­brauð sitt að miklu leyti eft­ir sam­fé­lags­leg­ar af­tök­ur, oft af litlu eða engu til­efni. Dæm­in væru í mörg­um til­vik­um hlægi­leg ef þau væru ekki of sorg­leg og því miður of mörg til að hægt sé að rekja þau í stuttri grein.
Það er líka hættu­legt að vera með
Þegar öfga­menn efna til bylt­ing­ar líður ekki á löngu áður en inn­byrðis­sam­keppni um að vera rétt­trúaðri en aðrir kem­ur jafn­vel þeim sem vilja taka þátt í vand­ræði. Rit­stjóri þekkts mat­reiðslu­tíma­rits taldi rétt að tíma­ritið lýsti yfir stuðningi við bylt­ing­una. Ein­hverj­ir töldu hann hins veg­ar ekki hafa gengið nógu langt og því var þess kraf­ist að hann hætti störf­um.
For­stöðumaður lista­safns San Francisco-borg­ar ákvað að skýra frá því að auk­in áhersla yrði lögð á að safna list eft­ir fólk með ann­an húðlit en hvít­an en lét fylgja sög­unni að safnið myndi þó einnig kaupa verk eft­ir hvíta lista­menn. Hon­um varð ekki sætt í starfi.
Eig­end­um fjöl­skyldu­rek­inn­ar bóka­versl­un­ar í Den­ver varð það á að nefna það á sam­fé­lags­miðli að bóka­búðin yrði ópóli­tísk og myndi áfram selja alls kon­ar bæk­ur. Of­stopa­fólkið brást illa við. Eig­end­ur versl­un­ar­inn­ar gáfu eft­ir og lýstu yfir full­um stuðningi við BLM. Það dugði ekki og fólk sem sagðist ým­ist vera viðskipta­vin­ir eða rit­höf­und­ar birti lang­an lista af kröf­um sem bóka­búðin þyrfti að upp­fylla.
Fé­lag banda­rískra ljóðskálda birti stuðnings­yf­ir­lýs­ingu en þrátt fyr­ir að hún kæmi úr réttri átt var hún ekki nógu rót­tæk og því var fé­lag­inu send­ur lang­ur listi krafna. Eins kostu­leg­ur og sá listi var er ekki svig­rúm til að rekja hann hér. En í ofanálag var kraf­ist fjár­fram­lags frá skálda­fé­lag­inu með vís­an til þess að það hefði drýgt þá synd að safna aur­um í sjóð. Fé­lagið lét auðvitað und­an og fyrsta greiðsla í málstað menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar nem­ur millj­ón banda­ríkja­döl­um.
Há­skól­ar og fjöl­miðlar
Lang­ur listi 48 krafna, auk undirkrafna, und­ir­ritaður af meira en 350 starfs­mönn­um Stan­ford-há­skóla til skóla­stjórn­enda, slær þó lík­lega flest met. List­inn tek­ur á öllu frá kvöð um sér­stak­ar hár­greiðslu­stof­ur og veit­ingastaði fólks af afr­ísk­um upp­runa að um­fangs­mik­illi end­ur­mennt­un starfs­fólks og refs­ing­um við hugsanaglæp­um. Auk 25 millj­óna doll­ara fram­lags. Stan­ford-há­skóli er sem stend­ur í mikl­um fjár­hagsþreng­ing­um og hafði sett á ráðning­ar­bann þannig að erfitt er að segja til um hvernig þess­um kröf­um verður mætt.
Fjöl­miðlar fara auðvitað ekki var­hluta af menn­ing­ar­bylt­ing­unni og sum­ir þeirra eru virk­ir þátt­tak­end­ur í bar­átt­unni. Ákveðnar sjón­varps­stöðvar gerðu kröfu um að frétta­skýrend­ur bæru nælu til að sýna stuðning sinn við BLM. Banda­ríska blaðið New York Times sem eitt sinn studd­ist við kjör­orðið „ótta­laust og hlut­laust“ (e. wit­hout fear or favour) er fyr­ir löngu orðið áróðurs­blað og varð loks að grín­út­gáfu þess sama áróðurs. Þar missti rit­stjóri aðsendra greina vinn­una eft­ir að hann birti grein frá öld­unga­deild­arþing­manni sem taldi rétt að hafa her­inn í viðbragðsstöðu vegna óeirða í land­inu. Það var ekki síst að kröfu sam­starfs­fólks sem fór ham­förum á Twitter sem maður­inn fór frá. Skömmu síðar sagði kona á sömu deild upp störf­um. Hún var þekkt­ur blaðamaður og birti magnaða grein þar sem hún lýsti einelti af hálfu sam­starfs­manna og því hvernig NYT væri nú rit­stýrt af Twitter. Hún bætti því við að „það ætti ekki að þurfa hug­rekki til að mæta í vinn­una á banda­rísku dag­blaði sem miðjumaður“.
Nú skal tryggt að sjón­ar­mið sem ganga gegn nýj­ustu upp­færsl­unni af regl­um rétt­trúnaðar­ins heyr­ist ekki. Fólk sem gæti viljað taka þátt í gagn­rýn­inni umræðu fær ekki að halda er­indi, grein­ar þess mega ekki birt­ast og sam­fé­lags­miðlar færa sig jafnt og þétt upp á skaftið við rit­skoðun.
Eyðing sög­unn­ar
Til viðbót­ar við rit­skoðun sam­tímaum­ræðu felst mik­il­væg­ur þátt­ur menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar í því að end­ur­skrifa sög­una. Sí­gild­ar kvik­mynd­ir og gam­anþætt­ir hafa verið afmáð hjá efn­isveit­um. Meðal fórn­ar­lambanna var þátt­ur um Gold­en gir­ls þar sem aðalleik­kon­urn­ar höfðu farið í leirbað og þóttu þar með hafa svert sig í fram­an.
Svo eru það stytt­urn­ar og minn­is­merk­in. Rétt eins og talíban­ar í Af­gan­ist­an og ISIS-liðar í Sýr­landi og Írak leggja her­skar­ar rétt­trúnaðarfólks áherslu á að eyðileggja minn­is­merki frá liðinni tíð sem eru þeim ekki að skapi. Eins og alltaf þegar öfga­hreyf­ing kemst á skrið færa þær sig upp á skaftið þegar hreins­an­irn­ar hefjast. Ráðist var á minn­is­merki um Breta sem féllu í heims­styrj­öld­un­um. Stytt­an af Winst­on Churchill var ekki óhult og næst var ráðist á stytt­ur af Gand­hi og sjálf­um Abra­ham Lincoln, mann­in­um sem háði borg­ara­styrj­öld til að af­nema þræla­hald. Í Banda­ríkj­un­um var sótt að styttu Lincolns sem fjár­mögnuð var með sam­skot­um fyrr­ver­andi þræla. Þegar einn af­kom­enda þeirra sem reistu stytt­una bað fólk að sýna forfeðrum sín­um virðingu var hann hrópaður niður af hvít­um aðgerðasinn­um.
Niðurstaðan
Menn­ing­ar­bylt­ing­in snýst ekki bara um kynþátta­mál en með henni er end­ur­vak­in ein­hver galn­asta hug­mynd sem komið hef­ur upp í mann­kyns­sög­unni. Hug­mynd­in um að flokka beri fólk eft­ir lit­brigðum húðar­inn­ar. Þegar langt var komið með að út­rýma þeirri bá­bilju er hún nú end­ur­vak­in og fólk aft­ur skil­greint út frá húðlit.
Nú þarf að standa vörð um grunn­gildi vest­rænn­ar siðmenn­ing­ar. Þau gildi sem skilað hafa sam­fé­lög­um meiri ár­angri en nokkuð annað í mann­kyns­sög­unni. Þar ber hæst hug­sjón­ina um að all­ir skuli telj­ast jafn­rétt­há­ir óháð lík­am­leg­um ein­kenn­um. Hug­sjón­ina sem kirkjumaður­inn og mann­rétt­inda­leiðtog­inn Mart­in Lut­her King orðaði í frægri ræðu. Þar sagðist hann eiga sér draum um að dag einn yrðu börn hans ekki dæmd út frá húðlit sín­um held­ur mann­kost­um. Sá boðskap­ur hef­ur náð stór­kost­leg­um ár­angri. Byggj­um áfram á því besta sem síðustu árþúsund hafa skilað okk­ur en köst­um því ekki á glæ til að þókn­ast þversagna­kennd­um og göln­um tíðaranda sum­ars­ins 2020.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Formaður Miðflokksins