
Ég hef verið uppnefndur popúlisti og öðrum nöfnum fyrir að gagnrýna sóttvarnaryfirvöld og ríkisstjórnina um að hafa lofað uppí ermina á sér. Sumir segja að öllum okkar hafi verið gert ljóst frá upphafi að mögulega dygðu bólusetningar ekki. Það er ekki rétt og helsta sönnun þess er þessi: af hvurju voru allar sóttvarnartakmarkanir afnumdar þann 25.júní síðastliðinn?
Jú okkur var sagt að við hefðum náð svo stórkostlegum árangri í einmitt bólusetningum. Þess vegna var allt opnað uppá gátt. Og þess vegna sitjum við nú hlessa og forviða í súpunni. Menn hefðu fremur átt að fara varlega og segja þjóðinni sem er að menn vissu ekkert í sinn haus um þessa tilraun.
Eðlilega enda var þetta akkurat tilraunarstarfsemi. Þess vegna hefði verið skynsamlegra að bíða og sjá. Að lokum þetta: það á að vera eðlilegur hlutur í lýðræðisríki að rýna til gagns og spurja erfiðra spurninga en ekki bara þegja þunnu hljóði og láta allt ganga yfir sig einsog lömb leidd til slátrunar.
Discussion about this post