Tekjuójöfnuður jókst 2021
Í alþjóðlegum samanburði er tekjuskipting jöfn á Íslandi og er einna jöfnust meðal OECD ríkja samkvæmt mælikvörðum stofnunarinnar. Hinir ólíku mælivarðar sýna að tekjudreifing á Ísland er á pari við eða ívið jafnari en á Norðurlöndunum. Þó að launadreifing á vinnumarkaði hér á landi sé heldur ójafnari en á hinum Norðurlöndunum, þá vegur á móti að atvinnuþátttaka er hærri hér á landi. Eftir því sem fleiri eru á vinnumarkaði þeim jafnari er tekjuskipting almennt. Þetta kemur farm á vef ASÍ.
Jöfnunaráhrif skattkerfa eru meiri á Norðurlundunum en á Íslandi. Frá 2010 hélst tekjuskiptingin nokkuð óbreytt í tíu ár. Þó með þeim hætti að tekjuskipting fyrir skatt varð lítillega jafnari á meðan að jöfnunaráhrif skattkerfisins minnkuðu. Á heildina litið breyttist því tekjuskipting lítið. Breytt jöfnunaráhrif skattkerfisins má meðal annars skýra með því að skattbyrði þeirra tekjulægri jókst vegna þess að persónuafsláttur hækkaði hlutfallslega minna en laun. Því til viðbótar leiddi afnám auðlegðarskatts til þess að jöfnunaráhrif minnkuðu.