Matvælastofnun hefur borist tilkynning um að heimilt sé að flytja tilteknar fiskeldisafurðir frá Íslandi til Kína. Upplýsingum þar um hefur verið bætt við aðrar fiskafurðir sem nú þegar er heimilt að flytja út til Kína. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á vefsíðu tollayfirvalda í Kína (GACC).
Samráð var haft við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi) og tollayfirvöld í Kína um hvaða afurðir heimildin næði yfir. Tillit er tekið til vinnsluaðferða sem afurðirnar hafa hlotið og viðeigandi tollflokks. Í vinnu sinni lagði Matvælastofnun áherslu á að sem flestar afurðir hlytu útflutningsleyfi. Miðað er við afurðir þriggja fisktegunda, lax, regnbogasilungs og bleikju. Einungis er heimilt að flytja út afurðir til manneldis. Heilbrigðisvottorð útgefið af Matvælastofnun þarf að fylgja hverri sendingu af fiskeldisafurðum.
Matvælastofnun bendir á að nauðsynlegt er fyrir viðskiptaaðila (í Kína og á Íslandi) að skrá sig á sérstöku vefsvæði í Kína áður en viðskipti hefjast. Þeim sem ætla að skrá sig er bent á að fá aðstoð hjá viðskiptafélaga í Kína eða öðrum þar sem hluti skráningar kann að vera á kínversku. Nauðsynlegt er að varðveita númer sem verður til við þessa skráningu, þar sem það gildir hver sem viðtakandinn er af vörunni.
Samráð var haft við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi) og tollayfirvöld í Kína um hvaða afurðir heimildin næði yfir. Tillit er tekið til vinnsluaðferða sem afurðirnar hafa hlotið og viðeigandi tollflokks. Í vinnu sinni lagði Matvælastofnun áherslu á að sem flestar afurðir hlytu útflutningsleyfi. Miðað er við afurðir þriggja fisktegunda, lax, regnbogasilungs og bleikju. Einungis er heimilt að flytja út afurðir til manneldis. Heilbrigðisvottorð útgefið af Matvælastofnun þarf að fylgja hverri sendingu af fiskeldisafurðum.
Matvælastofnun bendir á að nauðsynlegt er fyrir viðskiptaaðila (í Kína og á Íslandi) að skrá sig á sérstöku vefsvæði í Kína áður en viðskipti hefjast. Þeim sem ætla að skrá sig er bent á að fá aðstoð hjá viðskiptafélaga í Kína eða öðrum þar sem hluti skráningar kann að vera á kínversku. Nauðsynlegt er að varðveita númer sem verður til við þessa skráningu, þar sem það gildir hver sem viðtakandinn er af vörunni.
Séu skilyrði til samræmis við það sem kemur fram hér að ofan og samnings ríkjanna um útflutning á fiskeldisafurðum uppfyllt er útflutningur á fiskeldisafurðum til Kína heimill.
- Samningar um heilbrigðiskröfur v. íslenskra afurða á Kínamarkað – frétt Matvælastofnunar frá 19.06.19
- Mikilvægur áfangi í fríverslun við Kína – frétt Matvælastofnunar frá 24.05.19
- Listi yfir fiskeldisafurðir leyfðar inn til Kína
- Listi yfir vinnslustöðvar með leyfi til útflutnings fiskeldisafurða til Kína
Umræða