Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp er líður á kvöldið, 13-18 m/s í nótt, og fer að rigna sunnan- og vestanlands. Hægari og þurrt um austanvert landið.Sunnan og suðaustan 10-18 á morgun, hvassast norðvestantil framan af degi. Rigning, einkum sunnan- og vestantil, en þurrt að kalla norðaustanlands. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 3 til 11 stig að deignum, mildast suðvestanlands.
Í nótt og á morgun verður síðan allhvöss suðaustanátt og rigning með köflum sunna- og vestantil, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Umhleypingasamt verður næstu vikuna, hægir vindar og bjartviðri á milli lægða með stífum vindi og úrkomu. – Spá gerð: 25.09.2020 18:15. Gildir til: 27.09.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Þykknar upp í vaxandi suðaustanátt í kvöld, 10-15 m/s í nótt og dálítil rigning. Lægir og styttir uppí fyrramálið, en sunnan 8-13 m/s seinnipartinn og fer að rigna um kvöldið. Hiti 6 til 11 stig. Spá gerð: 25.09.2020 18:18. Gildir til: 27.09.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Sunnan 10-18 m/s suðaustantil á landinu, annars hægari norðvestlæg átt. Rigning, en þurrt að mestu um vestanvert landið. Hiti 4 til 11 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á mánudag:
Breytileg átt 3-8 m/s, en NA 5-10 NV-til um kvöldið. Skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 2 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 3-8, en norðaustan 8-13 á annesjum norðanlands. Lítilsháttar væta með köflum og lítil breyting í hita.
Á miðvikudag:
Líkur á hvassri norðaustlægri átt með rigningu í öllum landshlutum og heldur hlýnandi veðri.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með dálítilli vætu og hita á bilinu 4 til 10 stig.
Á föstudag:
Stefnir í ákveðna austanátt með rigningu. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 25.09.2020 08:42. Gildir til: 02.10.2020 12:00.