Hugleiðingar veðurfræðings
Nú er sérlega öflug lægð stödd fyrir norðan land og sendir hún norðvestan vindstreng yfir austurhluta landsins í dag sem veldur aftakaveðri á þeim slóðum. Í dag má búast við norðvestan stormi eða roki á austurhelmingi landsins og jafnvel ofsaveður á Austfjörðum, en þar hefur verið gefin út rauð viðvörun. Slík viðvörun er ekki gefin út nema um hættulegt veður sé að ræða og því er mikilvægt að sleppa ferðalögum og huga að eigin öryggi. Það ber að taka það skýrt fram að vestanvert landið sleppur við óveður í dag, þar lægir vind með morgninum og skaplegt veður eftir hádegi.
Eftir hlýindi í gær, þá dregur áðurnefnd lægð kalt heimskautaloft yfir landið í dag og það kólnar snögglega. Á Norður- og Austurlandi má búast við rigningu nærri sjávarmáli, en slyddu eða snjókomu á heiðum og til fjalla. Sunnan og vestanlands verður hins vegar þurrt og bjart veður. Á morgun er útlit fyrir fremur hægan vind á vesturhelmingi landsins. Austanlands er spáð norðvestan hvassviðri eða stormi á morgun sem eru þá leifarnar af illviðri dagsins í dag. Víða þurrt og bjart veður, en rigning eða slydda um tíma á Austurlandi. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn, mildast við suðurströndina.
Rauð viðvörun
Gefin hefur verið út rauð viðvörun vegna vinds fyrir Austfirði. Viðvörunin tekur gildi kl. 12 í dag, sunnudag. Spáð er norðvestan roki eða stormi, 25-33 m/s með vindhviðum yfir 45 m/s, hvassast sunnantil. Miklar líkur á foktjóni og grjótfoki og fólk er hvatt til þess að tryggja lausamuni. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir. Í dag, sunnudag snýst í norðvestan storm eða rok á austurhelmingi landsins. Þá mun snögg kólna með slyddu eða snjókomu á heiðum og fjallvegum á Norður- og Austurlandi. Gefnar hafa verið út viðvaranir öll spásvæði landsins og við hvetjum fólk til að kynna sér þær og fylgjast vel með veðurspám.
Veðuryfirlit
200 km A af Scoresbysundi er 965 mb lægð sem þokast A í dag, en fer SA og grynnist í nótt og á morgun. 1500 km S af Reykjanesi er 1035 mb hæð sem fer hægt S.
Veðurhorfur á landinu
Víða vestan 18-25 m/s fram á morgun, sums staðar dálítil úrkoma og hiti 7 til 14 stig. Snýst í norðvestan 20-30 m/s á austurhelmingi landsins í dag, hvassast á Austfjörðum. Hættulegar vindhviður á Suðausturlandi og Austfjörðum. Mun hægari vindur vestanlands. Rigning nærri sjávarmáli á Norður- og Austurlandi, en slydda eða snjókoma á heiðum og til fjalla. Bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti í byggð frá 2 stigum í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 10 stig syðst á landinu. Fremur hægur vindur á vesturhelmingi landsins á morgun, en norðvestan hvassviðri eða stormur austanlands. Víða þurrt og bjart veður, en dálítil rigning eða slydda á Austurlandi. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn, mildast við suðurströndina.
Rauð viðvörun vegna veðurs: Austfirðir
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vestan 18-23 m/s í fyrstu og þurrt að kalla.
Minnkandi norðvestanátt með morgninum, 3-8 m/s seinnipartinn og léttskýjað. Kólnandi veður, hiti 5 til 8 stig eftir hádegi og kólnar meira í kvöld.
Hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun og léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðan 5-10 m/s á vesturhelmingi landsins, en norðvestan 15-23 austanlands. Víða þurrt og bjart veður, en rigning eða slydda um tíma á Austurlandi. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn, mildast á Suðurlandi.
Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-8, en norðan strekkingur við austurströndina fyrir hádegi. Skýjað með köflum á landinu og þurrt að mestu. Hiti 3 til 10 stig, mildast sunnanlands.
Á miðvikudag:
Sunnan 3-8 og lítilsháttar væta, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustan 8-13 og rigning með köflum, en áfram þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 6 til 12 stig.
Á föstudag:
Ákveðin austanátt rigning öðru hvoru, en talsverð rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið.
Á laugardag: